Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 17. október 2012 08:00
Sverrir Ingi Ingason
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þegar búið var að telja upp úr pokanum
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tímabilið hjá okkur Blikum þetta árið endaði frábærlega ef svo má að orði komast. Kannski segja sumir að það sé skrýtið að menn séu sáttir við það að vera númer 2 , en þegar á heildina er litið þá vita það allir sem fylgdust með Pepsi-deildinni í sumar að FH voru einfaldlega miklu betri en öll hin liðin og vil ég fyrir hönd liðsins óska Guðmanni Þóris góðvini mínum og liðsfélögum hans til hamingju með titilinn í ár.

Þetta byrjaði allt saman strax eftir tímabilið 2011, en það ár var ekki gott tímabil eftir að hafa verið meistarar árið áður. Það vissu allir sem stóðu næst klúbbnum að það var ekki ásættanlegur árangur. Menn fóru og tóku til í hausnum á sér og hugsuðu hvað mætti betur fara og voru það ekki bara leikmenn og þjálfarar heldur allir sem stóðu að liðinu. Við fórum yfir málin og komumst að þeirri niðurstöðu að varnarleikur liðsins var alls ekki góður frá fremsta manni til aftasta og fórum við mikið í það í vetur að laga hann og vinna í okkar málum.

Við misstum sterka leikmenn eins og Guðmund Kristjánsson og Kristinn Steindórsson sem ákvaðu að taka stóra skrefið út og vorum við ánægðir fyrir þeirra hönd að þeim skyldi takast það að komast í atvinnumennsku. Við fengum aftur á móti flotta menn eins og Gísla Pál, Elfar Árna Aðalsteinsson, Stefán Pálsson og Sindra Snæ sem komu sterkir inn í liðið og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það sem þeir lögðu að mörkum fyrir liðið.

Næst á dagskrá var æfingarferðin, við fórum til Spánar á frábæran stað, þar settum við okkur markmið sem við vildum ná og unnum vel saman.

Við vissum allir þá að það byggi miklu meira í okkur en við sýndum árið áður og voru menn alveg staðráðnir í því að sýna sitt rétta andlit. Rétt eftir æfingarferðina fáum við inn tvo útlendinga þá Rene Troost og Petar Rnkovic sem féllu vel inn í hópinn og áttu eftir að koma með sýna styrkleika inn í liðið. Þessu næst var komið að stóru stundunni í maí, þá hófst mótið og þá var komið af því að sýna sig. Við byrjum mótið frábærlega varnarlega og fengum á okkur 3 mörk í fyrstu 3 leikjunum en náðum ekki að skora nema eitt mark en það skilaði okkur 4 stigum.

Síðan fáum við skell i Krikanum og á móti Fram þar sem menn voru einfaldlega með hausinn við einhvað annað. Svo var komið af Selfoss leiknum þar sem menn mættu vel stemmdir og þar vinnum við leikinn og náðum upp góðu runni um miðja fyrri umferðina þar sem við unnum fjóra leiki í röð.

Í næstu leikjum erum við að taka fín og góð stig hér og þar. Síðan kom Valsleikurinn þar sem við sýndum þvílíkan karakter eftir að hafa verið undir og manni færri mestan tímann og vinnum leikinn. En eins og deildin spilaðist þá vorum við að taka stig hér og þar og eins og frægt er orðið þá er talið upp úr pokanum í lok tímabils og við vorum staðráðnir og að gera allt sem í okkar valdi stæði til að ná góðum árangri.

Í íjúlí glugganum fáum við góðan liðsstyrk frá Danmörku í Nichals Rhode og Ben Everson úr Tindastól sem áttu heldur betur eftir að láta til sín taka. Þá lauk Petar Rnkovic tímabili sínu á Íslandi og þökkum við honum fyrir það sem hann gaf liðinu og hann má eiga það hann var góður liðsmaður og góð persóna.

Eftir komu Bens og Rhode breyttist sóknarleikur okkar til muna og vorum við farnir að ná að mynda góðan sóknarleik, því það hafði einkennt okkur framan af móti að við vorum ekki að ná að skora nóg í leikjum en það kom með tilkomu þeirra. Við fórum að skora mörk og vorum við að ná í góða sigra hér og þar og í lok síðasta fjórðungs þá sáum við góðan möguleika á því að við gætum náð í Evrópusæti en það var það markmið sem við vorum búnir að setja okkur fyrir tímabilið.

Við förum í Grindavík í úrslitaleik um að vera með og við slátrum þeim strax i fyrri hálfleik og gaf það liðinu mikið sjálfstraust sem skilaði sér inn í næstu leiki og það sýndi sig á endanum. Við förum á KR völlinn og gerum grín af KR-ingum í 4-0 frábærgum sigri og vinnum þar stærsta sigur sem hefur verið unninn í skjólinu, þar gefum við tóninn um það að við ætlum að vera með í þessari evrópubaráttu.

Síðan var stóra stundin runnin upp úrslitaleikur um evrópusæti á Kópavogsvelli við Stjörnuna og þar var aldeilis mikið undir fyrir bæði gjaldkera og leikmenn. Margir settu þennan leik upp sem peningaleik en hjá okkur leikmönnum sáum við stórt tækifæri í að spila í evrópukeppni sem er bæði stór gluggi fyrir leikmenn og eins er frábært að fá að vera með í svona keppnum.

Þjálfararnir fjórir stóðu sig allir frábærlega og voru búnir að kortleggja þetta fyrir okkur frá A-Ö og vissum við algjörlega við hverju mátti búast. Við lögðum leikinn upp nákvæmlega eins og hann spilaðist og unnum við sanngjarnan sigur og Evrópusætið gulltyggt. Síðan bættist gulrót ofan á það, ÍBV tapar fyrir Fram og við erum í 2. sæti sem er hreint frábær árangur og er næst besti árangur í sögu Breiðabliks frá upphafi.

Þá má segja sem svo að allir hafi verið sáttir þegar talið var upp úr pokanum á endanum en ekki má gleyma öllu því fólki sem á gríðarlegan stóran þátt i þessum árangri. Þjálfararnir sem unnu sína vinnu svo sannarlega þeir Óli, Gummi, Úlli og Óli P sem sá um markmennina. Sjúkraþjálfararnir Kristján og Þórður, liðstjórarnir okkar voru frábærir allir saman þeir Nonni Magg, Öddi pitt, Marinó, Trausti og allir sem aðstoðuðu þá og síðan má ekki gleyma mönnum frá klúbbnum eins og Bjarna, Pétri Ómari, Óla Björns, Ingva, Einari formanni að ógleymdum meistaranum sjálfum Atla framkvæmdarstjóra en sá maður er hreint út sagt sannkallaður fagmaður í alla staði og á hann mikið hrós skilið fyrir það sem hann gerði.

Síðan að lokum viljum við leikmenn þakka stuðningsmönnum okkar fyrir stuðninginn í sumar hann var okkur mjög kær og hjálpaði okkur svo sannarlega til þess að ná þessum frábæra árangri.

Kær kveðja Sveppi pepp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner