Pétur Pétursson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu viku.
Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur í Pepsi mörkunum og fyrrum dómari, spáir í fimmtu umferðina sem hefst í dag.
„Ég spái fáum mörkum til að fá fullt af mörkum," sagði Gunnar léttur þegar hann skilaði spá sinni.
Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur í Pepsi mörkunum og fyrrum dómari, spáir í fimmtu umferðina sem hefst í dag.
„Ég spái fáum mörkum til að fá fullt af mörkum," sagði Gunnar léttur þegar hann skilaði spá sinni.
ÍBV 0 - 1 FH (15:00 í dag)
Eyjamenn byrjað mótið illa og holningin á liðinu ekki góð. Seinni hálfleikur flottur gegn Fylki. FH-ingar siglt góðum þremur sigrum í hús og þeir gera það með seiglu í dag. Atli Guðna klárar þetta.
Fjölnir 1 - 1 KR (19:15 í dag)
Afskaplega spennandi leikur. Fjölnir spilaði ágætlega í sumar og náðu loks sannfærandi og góðum sigri gegn Keflavík. KR búnir með erfitt prógram og þeirra bíður erfiður leikur á Extra vellinum. Pálmi Rafn skorar sitt fjórða mark í sumar en Berisha opnar markareikninginn.
Breiðablik 1 - 0 Víkingur R. (19:15 á morgun)
Arnþór Ari kemur sér í góða stöðu í boxinu og tryggir þetta. Verður erfitt gegn vel skipulögðu liði Víkings.
Grindavík 0 - 0 Valur (19:15 á morgun)
Annar markalaus leikur í Grindavík. Hrikalegt veður, mikill vindur og grenjandi rigning. Verður slagsmálaleikur. Besta varnarlið deildarinnar gefur engin færi á sér í rokinu og Valsmenn þurfa að sætta sig við enn eitt jafnteflið.
KA 1 - 0 Keflavík (19:15 á morgun)
Tufa er ekki sáttur við að fá á sig þrjú mörk í síðasta leik. Þekktur fyrir að vilja bæta fyrir slíkt í næsta leik. Sóknarleikur Keflvíkinga ekki verið sterkur og KA-menn stýra þessu og mark frá Hallgrími Mar tryggir þetta. Kemur sér aftur í gang enda toppmaður.
Stjarnan 2 - 1 Fylkir (19:15 á morgun)
Hörkuleikur á Samsung. Stjörnunni tekst ekki að halda hreinu frekar en fyrri daginn. En landa sínum fyrsta sigri í hörkuleik sem verður fram og til baka. Fylkismenn virkilega flottir í byrjun leiks og verða nálægt því að komast í 1-2 en Guðjón Baldvinsson skorar sigurmarkið á 75. mínútu. Besti leikur umferðarinnar.
Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir