Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 12. september 2018 14:01
Magnús Már Einarsson
Balotelli var orðinn 100 kíló eftir sumarfríið
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, framherji Nice í Frakklandi, mætti alltof þungur til æfinga eftir sumarfrí í sumar.

Balotelli gerði vel við sig í mat og drykk í sumarfríinu en hann var 100 kíló að þyngd þegar hann kom til baka.

Balotelli virðist hafa bætt á sig 10-15 kílóum miðað við það sem hann var áður en hann fór í sumarfrí.

Framherjinn er nú að vinna að því að komast í form en hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leik Ítalíu og Póllands á föstudaginn.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, ákvað í kjölfarið að gefa Balotelli engar mínútur í 1-0 tapi gegn Portúgal í Þjóðadeildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner