Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 05. maí 2024 22:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klisjan ´mörk breyta leikjum´ átti svo sannarlega við í leik Fram og Fylkis en eftir leiðinlegar fyrstu 30 mínutur komu þrjú mörk og eitt vítaklúður á sjö mínútna kafla.

"Já við fengum á okkur mark sem Fylkismenn áttu sennilega skilið, þeir voru betri en við fyrstu mínúturnar en svo vorum við bara slakir og það kviknar ekkert á okkur fyrr en þeir skora, skorum þarna tvö mörk og misnotum vítapyrnu"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Við ætluðum að reyna vinna síðari hálfleikinn og skora fleiri mörk en Fylkismenn þrýstu okkur bara til baka og voru góðir og við vörðumst bara vel, hefði kannski viljað sjá okkur nýta skyndisóknirnar okkar betur "

Átti Rúnar von á því að Framarar væru í 3.sæti Bestu deildarinnar eftir 5 umferðir?

"Nei var svo sem ekki að spá í því en vissulega þá ætlaði ég mér að vera með 7 stig eftir 4 umferðir, það var markmiðið mitt og við náðum því, í dag bætum við þremur stigum í sarpinn þannig það er gott að vera með 10 stig eftir 5 leiki en við getum ekkert slakað á, það sýndi sig bara í dag, fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir, við getum ekkert leyft okkur að slaka á við erum ekki með það gott lið og ég held það sé bara ekkert lið sem getur leyft sér að slaka á. Ef við leggjum okkur fram þá er erfitt að skora á okkur"

Viðtalið við Rúnar Kristins má sjá hér fyrir ofan en þar talar hann um af hverju hann er farinn að nota fimm manna varnarlínu og af hverju Kennie, Freyr Sigurðsson og Már Ægisson voru fjarverandi í dag.
Athugasemdir
banner