Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 05. maí 2024 22:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klisjan ´mörk breyta leikjum´ átti svo sannarlega við í leik Fram og Fylkis en eftir leiðinlegar fyrstu 30 mínutur komu þrjú mörk og eitt vítaklúður á sjö mínútna kafla.

"Já við fengum á okkur mark sem Fylkismenn áttu sennilega skilið, þeir voru betri en við fyrstu mínúturnar en svo vorum við bara slakir og það kviknar ekkert á okkur fyrr en þeir skora, skorum þarna tvö mörk og misnotum vítapyrnu"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Við ætluðum að reyna vinna síðari hálfleikinn og skora fleiri mörk en Fylkismenn þrýstu okkur bara til baka og voru góðir og við vörðumst bara vel, hefði kannski viljað sjá okkur nýta skyndisóknirnar okkar betur "

Átti Rúnar von á því að Framarar væru í 3.sæti Bestu deildarinnar eftir 5 umferðir?

"Nei var svo sem ekki að spá í því en vissulega þá ætlaði ég mér að vera með 7 stig eftir 4 umferðir, það var markmiðið mitt og við náðum því, í dag bætum við þremur stigum í sarpinn þannig það er gott að vera með 10 stig eftir 5 leiki en við getum ekkert slakað á, það sýndi sig bara í dag, fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir, við getum ekkert leyft okkur að slaka á við erum ekki með það gott lið og ég held það sé bara ekkert lið sem getur leyft sér að slaka á. Ef við leggjum okkur fram þá er erfitt að skora á okkur"

Viðtalið við Rúnar Kristins má sjá hér fyrir ofan en þar talar hann um af hverju hann er farinn að nota fimm manna varnarlínu og af hverju Kennie, Freyr Sigurðsson og Már Ægisson voru fjarverandi í dag.
Athugasemdir
banner
banner