Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   sun 05. maí 2024 22:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klisjan ´mörk breyta leikjum´ átti svo sannarlega við í leik Fram og Fylkis en eftir leiðinlegar fyrstu 30 mínutur komu þrjú mörk og eitt vítaklúður á sjö mínútna kafla.

"Já við fengum á okkur mark sem Fylkismenn áttu sennilega skilið, þeir voru betri en við fyrstu mínúturnar en svo vorum við bara slakir og það kviknar ekkert á okkur fyrr en þeir skora, skorum þarna tvö mörk og misnotum vítapyrnu"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Við ætluðum að reyna vinna síðari hálfleikinn og skora fleiri mörk en Fylkismenn þrýstu okkur bara til baka og voru góðir og við vörðumst bara vel, hefði kannski viljað sjá okkur nýta skyndisóknirnar okkar betur "

Átti Rúnar von á því að Framarar væru í 3.sæti Bestu deildarinnar eftir 5 umferðir?

"Nei var svo sem ekki að spá í því en vissulega þá ætlaði ég mér að vera með 7 stig eftir 4 umferðir, það var markmiðið mitt og við náðum því, í dag bætum við þremur stigum í sarpinn þannig það er gott að vera með 10 stig eftir 5 leiki en við getum ekkert slakað á, það sýndi sig bara í dag, fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir, við getum ekkert leyft okkur að slaka á við erum ekki með það gott lið og ég held það sé bara ekkert lið sem getur leyft sér að slaka á. Ef við leggjum okkur fram þá er erfitt að skora á okkur"

Viðtalið við Rúnar Kristins má sjá hér fyrir ofan en þar talar hann um af hverju hann er farinn að nota fimm manna varnarlínu og af hverju Kennie, Freyr Sigurðsson og Már Ægisson voru fjarverandi í dag.
Athugasemdir