Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   sun 05. maí 2024 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Ég held ég hafi séð það einhvers staðar (Fótbolta.net) að Fram hefði ekki unnið Fylki síðan 2014 þannig ég sagði það við strákana fyrir leik og við erum bara á okkar vegferð og þessi sigur er bara hluti af því" Sagði Guðmundur Magnússon eftir 2-1 sigur á Fylkismönnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

Guðmundur klúðraði víti í fyrri hálfleik en skoraði svo stuttu seinna og kom Fram í 2-1.

"Yfirleitt er það þannig að ég stíg fyrstur fram og ég er alltaf til í að taka víti, í dag gekk það ekki en sem betur fær þá náði ég að bæta upp fyrir það en svona er bara fótboltinn en hann gerði vel í markinu"

"Ég ætlaði að lyfta honum aðeins hærra en ég hitti boltann bara ekki nægilega vel "

Fram situr eins og staðan er núna í 3.sæti Bestu deildarinnar, eitthvað sem fólk sá ekki fyrir sér rétt fyrir mót.

" Miklar breytingar og nýr þjálfari og allt það en við erum bara að leggja inn vinnu og erum að uppskera eftir því"

"Við erum bara skipulagðari, við vorum gott sóknarlið undir Nonna (Jóni Sveinssyni), alltaf gaman að sækja en það þarf að hafa grunngildin í lagi líka og Rúnar hefur verið að fara aðeins meira í þau, Rúnar sá strax hvað þurfti að gera og bæta, allir strákarnir eiga hrós skilið fyrir að taka vel í það "

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner