Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   sun 05. maí 2024 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
" Ég held ég hafi séð það einhvers staðar (Fótbolta.net) að Fram hefði ekki unnið Fylki síðan 2014 þannig ég sagði það við strákana fyrir leik og við erum bara á okkar vegferð og þessi sigur er bara hluti af því" Sagði Guðmundur Magnússon eftir 2-1 sigur á Fylkismönnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

Guðmundur klúðraði víti í fyrri hálfleik en skoraði svo stuttu seinna og kom Fram í 2-1.

"Yfirleitt er það þannig að ég stíg fyrstur fram og ég er alltaf til í að taka víti, í dag gekk það ekki en sem betur fær þá náði ég að bæta upp fyrir það en svona er bara fótboltinn en hann gerði vel í markinu"

"Ég ætlaði að lyfta honum aðeins hærra en ég hitti boltann bara ekki nægilega vel "

Fram situr eins og staðan er núna í 3.sæti Bestu deildarinnar, eitthvað sem fólk sá ekki fyrir sér rétt fyrir mót.

" Miklar breytingar og nýr þjálfari og allt það en við erum bara að leggja inn vinnu og erum að uppskera eftir því"

"Við erum bara skipulagðari, við vorum gott sóknarlið undir Nonna (Jóni Sveinssyni), alltaf gaman að sækja en það þarf að hafa grunngildin í lagi líka og Rúnar hefur verið að fara aðeins meira í þau, Rúnar sá strax hvað þurfti að gera og bæta, allir strákarnir eiga hrós skilið fyrir að taka vel í það "

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner