Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður ÍBV verður liðsfélagi Harðar
George Baldock er á leið til Panathinaikos
George Baldock er á leið til Panathinaikos
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Gríska félagið Panathinaikos hefur náð samkomulagi við George Baldock, leikmann Sheffield United, um að hann gangi í raðir félagsins í sumar.

Baldock er 31 árs gamall og getur leyst báðar bakvarðarstöðurnar en hann lék 13 leiki með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Eftir tímabilið mun samningur hans renna út og hefur hann tekið ákvörðun um að halda til Grikklands.

Gríski blaðamaðurinn Kostas Pianos greinir frá því að hann hafi náð samkomulagi við lið Harðar Björgvins Magnússonar, Panathinaikos, um þriggja ára samning.

Einhverjir áhugamenn um íslenskan fótbolta muna kannski eftir Baldock en hann lék sumarið 2012 með ÍBV, þá á láni frá MK Dons.

Magnús Gylfason, sem var þá þjálfari Eyjamann, vildi kaupa Baldock til ÍBV, en það gekk ekki eftir og snéri hann aftur til Englands í lok ágúst. Hann lék alls 16 leiki og skoraði 1 mark í Pepsi deildinni.

Baldock, sem er uppalinn á Bretlandseyjum, valdi það að spila fyrir hönd gríska landsliðsins fyrir tveimur árum. Hann er með grísk ættartengsl og því löglegur að spila með Grikkjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner