Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Átti Atli Hrafn að fá rautt spjald? - „GALIÐ!!!“
Atli Hrafn Andrason er til umræðu á X fyrir brot á Danijel Dejan Djuric
Atli Hrafn Andrason er til umræðu á X fyrir brot á Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhverjir eru á því að Pablo Punyed hafi líka getað fengið rautt spjald seint í leiknum
Einhverjir eru á því að Pablo Punyed hafi líka getað fengið rautt spjald seint í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau voru nokkur atvikin sem þóttu umdeild í 3-1 sigri HK á Víkings í Bestu deild karla í Kórnum í kvöld, en eitt þeirra átti sér stað í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

Atli Hrafn Andrason, leikmaður HK, fór heldur harkalega í Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, við miðsvæðið, en atvikið gerðist á 37. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir HK.

Nokkrir voru í baráttu um boltann, sem endaði hjá Danijel. Atli mætti því næst og sparkaði af miklu afli í Danijel sem endaði í gervigrasinu.

„Atli Hrafn sparkar bara í Djuric og fær gult spjald fyrir, Atli heppinn að fá bara gula spjaldið þarna. Pablo Punyed er ekki sáttur og ýtir við Atla eftir brotið.,“ sagði Kári Snorrason, fréttaritari Fótbolta.net, í textalýsingu sinni.

Það voru læti í kringum þetta atvik en Atli uppskar aðeins gult spjald fyrir. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

„GALIÐ!!! Hvernig er þetta gult spjald?“ sagði og spurði Hörður Ágústsston, markaðs- og viðburðastjóri Víkings, á X.Víkingar vildu einnig fá tvær vítaspyrnur undir lok leiks og þá var Arnar Gunnlaugsson rekinn af velli í kjölfarið fyrir mótmæli.

Annað umdeilt atvik gerðist í leiknum þegar Pablo Punyed skallaði George Nunn, leikmann HK, í magann, en fékk aðeins gult spjald fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner