Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Góðar líkur á því að það verði rigning
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp og strákarnir hans í Liverpool unnu góðan 4-2 sigur á Tottenham á Anfield í dag en þetta var næst síðasti heimaleikur hans sem stjóri liðsins.

Harvey Elliott og Mohamed Salah áttu frábæran dag í liði Liverpool en báðir voru með mark og stoðsendingu.

Liverpool er ekki lengur með í titilbaráttunni en er nú búið að tryggja 3. sætið.

„Við erum stórkostlegir þangað til við erum það ekki. Þetta var mjög svo góður leikur og Tottenham getur sett pressu á Aston Villa fyrir Meistaradeildina. Þú þarft þennan neista til að fá frammistöðu í hæsta gæðaflokki,“ sagði Klopp.

„Ég myndi segja að þrjú stig væru nóg og strákunum fannst það líka. Það var sérstakt að vera á Anfield í dag. Við vorum 4-0 yfir, gerðum breytingar og töpuðum skipulagi. Tottenham sýndi hversu góðir þeir geta verið, en annars var ég bara ánægður með frammistöðuna.“

„Við vorum eiginlega góðir á öllum sviðum í sóknarleiknum. Sendingarnar voru góðar og bara margir hlutir sem voru það. Við vorum rólegir og svo lengi sem þeir myndu ekki brjóta niður línurnar þá var þetta í lagi. Leyfum þeim bara að senda boltann. Ég var hrifinn af þessum leik og mörkin voru geggjuð.“

„Mo var stórkostlegur. Hann spilaði mjög góðan leik. Hlið hans og Harvey var svo góð. Ég var mjög ánægður fyrir hans hönd.“


Eftir tvær vikur mun Klopp stýra sínum síðasta heimaleik með Liverpool. Það verður gegn Wolves, en hann vonar að það verði falleg stund.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri tilfinningaríkasta stundin en við eigum annan leik. Það er annar dagur eftir tvær vikur og eins og ég hef sagt áður þá elska ég allt við þetta félag. Við munum sjá hvernig sá leikur verður, kannski verður grenjandi rigningu og við getum ekki farið úti í langan tíma. Það eru góðar líkur á því að það verði rigning,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner