Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 05. maí 2024 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Línurnar skýrast í fallbaráttunni
Granada er á leið niður
Granada er á leið niður
Mynd: EPA
Það er allt að koma á hreint með það hvaða lið munu falla úr La Liga á Spáni í þessum mánuði.

Almería var fallið fyrir þessa umferð en liðið vann óvæntan 1-0 sigur á Rayo Vallecano í dag.

Sevilla vann á meðan Granada, 3-0, þar sem þeir Marcos Acuna, Youssef En-Nesyri og Dodi Lukebakio skoruðu mörkin. Sevilla er búið að tryggja áframhaldandi veru sína í deildinni, en fall blasir við Granada.

Liðið er í næst neðsta sæti með 21 stig, ellefu stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Cadiz mun líklega fylgja Granada og Almería niður, en liðið er í þriðja neðsta sæti með 26 stig, nú sex stigum á eftir Mallorca, eftir tapið gegn Real Madrid í gær.

Real Betis vann 2-0 sigur á Osasuna í Evrópubaráttunni. Betis er í 7. sæti með 52 stig, fimm stigum á undan Valencia. Sætið gefur þátttöku í Sambandsdeild Evrópu.

Celta Vigo er svo gott sem sloppið vil fall eftir að hafa unnið Villarreal, 3-2. Anastasio Douvikas skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.

Úrslit og markaskorarar:

Celta 3 - 2 Villarreal
0-1 Alberto Moreno ('12 )
1-1 Iago Aspas ('22 , víti)
2-1 Jorgen Strand Larsen ('39 )
2-2 Goncalo Guedes ('65 )
3-2 Anastasios Douvikas ('82 )
Rautt spjald: Santi Comesana, Villarreal ('17)

Rayo Vallecano 0 - 1 Almeria
0-1 Rafael Lozano ('30 )

Osasuna 0 - 2 Betis
0-1 Ayoze Perez ('41 )
0-2 Pablo Fornals ('45 )
Rautt spjald: Jon Moncayola, Osasuna ('26)

Sevilla 3 - 0 Granada CF
1-0 Marcos Acuna ('11 )
2-0 Youssef En-Nesyri ('51 )
3-0 Dodi Lukebakio ('80 )

Valencia 0 - 1 Alaves
0-1 Javi Lopez ('68 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner