HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár, Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 Víkingur R.
„Fullt hrós á strákana, það sem þeir lögðu á sig í þessum leik var til algjörar fyrirmyndar, það er eitthvað viðmið sem við höfum ekki sýnt í einhvern tíma."
„Við gerum þetta bara á móti þessum liðum. Það er ekkert nýtt, leikirnir á móti Breiðablik í fyrra og fleiri leikir.
Á sama tíma að það sé ánægjulegt að ná þessum sigri hér í dag en ég held að við værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjunum hingað til."
HK-ingar stilltu upp 5 manna varnarlínu
„Við vorum búnir að ákveða það fyrir tímabilið að móti Víkingum færum við í 5 manna vörn og það skilaði sér klárlega."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir