Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
   sun 05. maí 2024 23:06
Kári Snorrason
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár, Ómar Ingi þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Fullt hrós á strákana, það sem þeir lögðu á sig í þessum leik var til algjörar fyrirmyndar, það er eitthvað viðmið sem við höfum ekki sýnt í einhvern tíma."

„Við gerum þetta bara á móti þessum liðum. Það er ekkert nýtt, leikirnir á móti Breiðablik í fyrra og fleiri leikir.
Á sama tíma að það sé ánægjulegt að ná þessum sigri hér í dag en ég held að við værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjunum hingað til."


HK-ingar stilltu upp 5 manna varnarlínu

„Við vorum búnir að ákveða það fyrir tímabilið að móti Víkingum færum við í 5 manna vörn og það skilaði sér klárlega."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir