Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 05. maí 2024 22:25
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. mætti HK í Kórnum fyrr í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum og Víkingur tapar þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Í stöðunni 2-1 gerðu Víkingar tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt, í kjölfarið fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga rautt spjald. Arnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Aldrei gaman að tapa en við töpuðum fyrir liði sem lagði líf, hjarta og sál í leikinn. Stundum er gott að tapa og ýta á reset hnappinn og byrja aftur. Gott að tapa til að meta hvað við höfum gert vel í gegnum tíðina."

„Mér fannst við ekkert spila það illa, gerðum við mistök jú en við vorum ekki slakir. Þegar menn líta á tölurnar 3-1 jújú, þá byrja menn að gjamma um að við höfum verið slakir en við vorum það alls ekki.
Við fengum færi og læti, en ég fílaði hjartað hjá HK-ingum, þeir lágu í krampa hver af öðrum og gáfu allt sitt.
Við þurfum að líta á það þannig að það er fínt að fá þetta tap núna ég held að margir gleðjist yfir því líka."


Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks

„Mig minnir samt að hafa ekki sagt neitt slæmt við dómarann. Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn"

Atli Hrafn leikmaður HK var stálheppinn að fá ekki rautt spjald

„Þetta var ekki tækling að mínu mati. Það hefur verið svona móment fyrir mótið þegar vælukórinn byrjar að tala um hvað við erum grófir. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það, við erum harðir. Það var aðeins komið í kvöld. Þetta var glórulaust, það sjá það allir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner