Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 05. maí 2024 22:25
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. mætti HK í Kórnum fyrr í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum og Víkingur tapar þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Í stöðunni 2-1 gerðu Víkingar tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt, í kjölfarið fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga rautt spjald. Arnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Aldrei gaman að tapa en við töpuðum fyrir liði sem lagði líf, hjarta og sál í leikinn. Stundum er gott að tapa og ýta á reset hnappinn og byrja aftur. Gott að tapa til að meta hvað við höfum gert vel í gegnum tíðina."

„Mér fannst við ekkert spila það illa, gerðum við mistök jú en við vorum ekki slakir. Þegar menn líta á tölurnar 3-1 jújú, þá byrja menn að gjamma um að við höfum verið slakir en við vorum það alls ekki.
Við fengum færi og læti, en ég fílaði hjartað hjá HK-ingum, þeir lágu í krampa hver af öðrum og gáfu allt sitt.
Við þurfum að líta á það þannig að það er fínt að fá þetta tap núna ég held að margir gleðjist yfir því líka."


Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks

„Mig minnir samt að hafa ekki sagt neitt slæmt við dómarann. Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn"

Atli Hrafn leikmaður HK var stálheppinn að fá ekki rautt spjald

„Þetta var ekki tækling að mínu mati. Það hefur verið svona móment fyrir mótið þegar vælukórinn byrjar að tala um hvað við erum grófir. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það, við erum harðir. Það var aðeins komið í kvöld. Þetta var glórulaust, það sjá það allir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner