Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 05. maí 2024 22:25
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. mætti HK í Kórnum fyrr í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum og Víkingur tapar þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Í stöðunni 2-1 gerðu Víkingar tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt, í kjölfarið fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga rautt spjald. Arnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Aldrei gaman að tapa en við töpuðum fyrir liði sem lagði líf, hjarta og sál í leikinn. Stundum er gott að tapa og ýta á reset hnappinn og byrja aftur. Gott að tapa til að meta hvað við höfum gert vel í gegnum tíðina."

„Mér fannst við ekkert spila það illa, gerðum við mistök jú en við vorum ekki slakir. Þegar menn líta á tölurnar 3-1 jújú, þá byrja menn að gjamma um að við höfum verið slakir en við vorum það alls ekki.
Við fengum færi og læti, en ég fílaði hjartað hjá HK-ingum, þeir lágu í krampa hver af öðrum og gáfu allt sitt.
Við þurfum að líta á það þannig að það er fínt að fá þetta tap núna ég held að margir gleðjist yfir því líka."


Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks

„Mig minnir samt að hafa ekki sagt neitt slæmt við dómarann. Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn"

Atli Hrafn leikmaður HK var stálheppinn að fá ekki rautt spjald

„Þetta var ekki tækling að mínu mati. Það hefur verið svona móment fyrir mótið þegar vælukórinn byrjar að tala um hvað við erum grófir. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það, við erum harðir. Það var aðeins komið í kvöld. Þetta var glórulaust, það sjá það allir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner