Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 05. maí 2024 22:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fagnaði í dag stórafmæli en í dag varð hann 50 ára gamall, því miður fyrir Rúnar fékk hann kannski ekki afmælisgjöfina sem hann átti von á en Fylkismenn töpuðu 2-1 fyrir Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Þetta var sérstakur leikur, töpum leiknum á einhverjum 10 mínútna kafla, missum fókus og verðum bara ólíkir sjálfum okkur. Oft í svona tilfelli þegar markmaður ver víti fær liðið extra boost en það var öfugt í dag og vorum bara ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Þessi mörk sem við fáum á okkur og svo bara sendingar og móttökur, virkuðum smeykir og hræddir"

"Svo í seinni hálfleik fer leikurinn bara 99% fram á vallarhelmingi Framara og náðum ekkert að skapa okkur mikið fyrr en í blá lokin, Fram fær svo ekkert mikið fleiri færi en þau sem þeir skora úr í fyrri hálfleikinn. Þetta hefur verið saga okkar byrjun sumars en verðum bara að halda áfram, brosa og mæta ferskir í næsta leik" Sagði Rúnar í viðtali eftir leik.

Hvers vegna ná Fylkismenn að skapa svona lítið ef boltinn fer svona mikið fram á vallarhelmingi Framara?

"Framarar bara verjast gríðarlega vel, við þurfum bara að nýta þessi moment þegar við erum komnir nálægt teignum þeirra, finna réttu mennina út í teig og annað slíkt en oft á móti svona liðum sem verjast vel þá þarftu að nýta það sem þú færð og við gerðum það því miður ekki"

Matthias Præst hefur verið gríðarlega öflugur í byrjun móts og virðist mikill happafengur fyrir Fylki en hann átti heldur betur slæman dag, Rúnar sammála?

"Já já menn geta átt upp og niður frammistöður og það voru nú fleiri í okkar röðum sem áttu ekki sínar bestu frammistöður því miður og það bara gengur og gerist í fótboltanum þannig ekkert endilega við þá að sakast"

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Fótbolti.net óskar Rúnari til hamingju með stórafmælið.
Athugasemdir
banner
banner
banner