Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 05. maí 2024 22:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fagnaði í dag stórafmæli en í dag varð hann 50 ára gamall, því miður fyrir Rúnar fékk hann kannski ekki afmælisgjöfina sem hann átti von á en Fylkismenn töpuðu 2-1 fyrir Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Þetta var sérstakur leikur, töpum leiknum á einhverjum 10 mínútna kafla, missum fókus og verðum bara ólíkir sjálfum okkur. Oft í svona tilfelli þegar markmaður ver víti fær liðið extra boost en það var öfugt í dag og vorum bara ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Þessi mörk sem við fáum á okkur og svo bara sendingar og móttökur, virkuðum smeykir og hræddir"

"Svo í seinni hálfleik fer leikurinn bara 99% fram á vallarhelmingi Framara og náðum ekkert að skapa okkur mikið fyrr en í blá lokin, Fram fær svo ekkert mikið fleiri færi en þau sem þeir skora úr í fyrri hálfleikinn. Þetta hefur verið saga okkar byrjun sumars en verðum bara að halda áfram, brosa og mæta ferskir í næsta leik" Sagði Rúnar í viðtali eftir leik.

Hvers vegna ná Fylkismenn að skapa svona lítið ef boltinn fer svona mikið fram á vallarhelmingi Framara?

"Framarar bara verjast gríðarlega vel, við þurfum bara að nýta þessi moment þegar við erum komnir nálægt teignum þeirra, finna réttu mennina út í teig og annað slíkt en oft á móti svona liðum sem verjast vel þá þarftu að nýta það sem þú færð og við gerðum það því miður ekki"

Matthias Præst hefur verið gríðarlega öflugur í byrjun móts og virðist mikill happafengur fyrir Fylki en hann átti heldur betur slæman dag, Rúnar sammála?

"Já já menn geta átt upp og niður frammistöður og það voru nú fleiri í okkar röðum sem áttu ekki sínar bestu frammistöður því miður og það bara gengur og gerist í fótboltanum þannig ekkert endilega við þá að sakast"

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Fótbolti.net óskar Rúnari til hamingju með stórafmælið.
Athugasemdir
banner