Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 05. maí 2024 22:38
Kári Snorrason
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár. Magnús Arnar Pétursson 18 ára miðjumaður HK átti stórleik í kvöld, Magnús lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott."

Magnús mundi lítið eftir markinu sem hann skoraði

„Ég man bara að ég skaut með vinstri og ég veit varla hvar hann endaði. Svo hleyp ég út í skrýtnu hlaupi út í Pablo (í fyrsta markinu), ég þurfti að skilja einhvern fyrir aftan mig en ég var ekki alveg viss en þetta fór svona."

„Þeir taka pressuna við erum underdogs, kannski smá pressa því við erum með eitt stig og búnir að skora eitt mark í deildinni en það breyttist í dag. Við erum að koma saman og byggja betri liðsheild."

„Ég veit ekki hverja við eigum næst en við reynum að koma með sömu áræðni í þann leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner