Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Haraldur Hróðmarsson: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Ægir: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
   sun 05. maí 2024 22:38
Kári Snorrason
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár. Magnús Arnar Pétursson 18 ára miðjumaður HK átti stórleik í kvöld, Magnús lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott."

Magnús mundi lítið eftir markinu sem hann skoraði

„Ég man bara að ég skaut með vinstri og ég veit varla hvar hann endaði. Svo hleyp ég út í skrýtnu hlaupi út í Pablo (í fyrsta markinu), ég þurfti að skilja einhvern fyrir aftan mig en ég var ekki alveg viss en þetta fór svona."

„Þeir taka pressuna við erum underdogs, kannski smá pressa því við erum með eitt stig og búnir að skora eitt mark í deildinni en það breyttist í dag. Við erum að koma saman og byggja betri liðsheild."

„Ég veit ekki hverja við eigum næst en við reynum að koma með sömu áræðni í þann leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner