HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár. Magnús Arnar Pétursson 18 ára miðjumaður HK átti stórleik í kvöld, Magnús lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 Víkingur R.
„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott."
Magnús mundi lítið eftir markinu sem hann skoraði
„Ég man bara að ég skaut með vinstri og ég veit varla hvar hann endaði. Svo hleyp ég út í skrýtnu hlaupi út í Pablo (í fyrsta markinu), ég þurfti að skilja einhvern fyrir aftan mig en ég var ekki alveg viss en þetta fór svona."
„Þeir taka pressuna við erum underdogs, kannski smá pressa því við erum með eitt stig og búnir að skora eitt mark í deildinni en það breyttist í dag. Við erum að koma saman og byggja betri liðsheild."
„Ég veit ekki hverja við eigum næst en við reynum að koma með sömu áræðni í þann leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir