Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 05. maí 2024 22:38
Kári Snorrason
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár. Magnús Arnar Pétursson 18 ára miðjumaður HK átti stórleik í kvöld, Magnús lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott."

Magnús mundi lítið eftir markinu sem hann skoraði

„Ég man bara að ég skaut með vinstri og ég veit varla hvar hann endaði. Svo hleyp ég út í skrýtnu hlaupi út í Pablo (í fyrsta markinu), ég þurfti að skilja einhvern fyrir aftan mig en ég var ekki alveg viss en þetta fór svona."

„Þeir taka pressuna við erum underdogs, kannski smá pressa því við erum með eitt stig og búnir að skora eitt mark í deildinni en það breyttist í dag. Við erum að koma saman og byggja betri liðsheild."

„Ég veit ekki hverja við eigum næst en við reynum að koma með sömu áræðni í þann leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner