Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
banner
   sun 05. maí 2024 22:38
Kári Snorrason
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld í ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum sem þar með unnu sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni í ár. Magnús Arnar Pétursson 18 ára miðjumaður HK átti stórleik í kvöld, Magnús lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott."

Magnús mundi lítið eftir markinu sem hann skoraði

„Ég man bara að ég skaut með vinstri og ég veit varla hvar hann endaði. Svo hleyp ég út í skrýtnu hlaupi út í Pablo (í fyrsta markinu), ég þurfti að skilja einhvern fyrir aftan mig en ég var ekki alveg viss en þetta fór svona."

„Þeir taka pressuna við erum underdogs, kannski smá pressa því við erum með eitt stig og búnir að skora eitt mark í deildinni en það breyttist í dag. Við erum að koma saman og byggja betri liðsheild."

„Ég veit ekki hverja við eigum næst en við reynum að koma með sömu áræðni í þann leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner