Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 05. maí 2024 20:39
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Ég er auðvitað mjög svekktur, mér fannst lokatölurnar full stórar fyrir minn smekk miðað við gang leiksins. Mér fannst við byrja þennan leik virkilega vel og við skorum mjög gott mark, og eigum dauðafæri til þess að komast í 2-0. Eftir það þá föllum við heldur langt niður og erum full fljótir að því, og náum ekki að skapa okkur svona nægilega góð augnablik til að framar á þá úr þessari djúpu vörn sem við lágum í. Þannig að þeir þjörmuðu að okkur neðar og neðar, og mér fannst við missa svolítið taktinn við það. Svo fannst mér við byrja seinni hálfleikinn af fínum krafti aftur, en svona heilt yfir þá var þetta ekki okkar dagur og við vorum full fljótir að tapa boltanum þegar að við unnum hann þá héldum við ekki nægilega vel í hann, og náum ekki að gera nægilega vel við þær stöður sem við ætluðum okkur að gera. Við náðum ekki að færa boltan eins og við ætluðum okkur að gera. Þannig að við þurfum að gera betur í næsta leik það er klárt."

Skagamenn voru þéttir til baka og það tók heimamenn langan tíma að brjóta varnarmúr þeirra. Jón segir hinsvegar að það hafi ekkert endilega verið uppleggið að verjast svona djúpt.

„Við ætluðum að koma hátt á þá og skapa okkur augnablik til að koma hátt á þá. Eftir markið og kannski svona þennan fyrsta kafla í leiknum, þá fannst mér við verða full passívir. Það er allavega svona mín tilfinning að við höfum misst svolítið taktinn við það. Við svo náum ekki að ná okkur nægilega á strik eftir það. Eins og ég segi þá komum við að ágætis krafti í seinni hálfleikinn aftur, og fáum svo á okkur annað og þriðja markið sitthvoru megin við skiptinguna sem við gerum. Svo bara náum við ekki að nýta þau færi sem við fáum í leiknum. Arnór með aukaspyrnu á frábærum stað sem bara rétt sleikir stöngina, áður en að þeir skora þriðja markið. Svo er það bæði Viktor og Ingi sem fá fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn. En fjórða markið auðvitað drepur okkur, eða drepur alla vonarneista um að koma til baka, og koma okkur aftur inn í leikinn. Ég á nú eftir að sjá það aftur en mér fannst Örvar brotlegur í því marki, þegar hann skallar hann aftur inn í teig þá rífur hann Ármann niður. Það var eins og þetta horfði við okkur, ég var mjög ósáttur við það. Mér fannst dómarinn vel staðsettur og fjórði dómarinn auðvitað með sama sjónarhorn og við á það. En á endanum þá drepur það allar vonir um að koma okkur aftur inn í leikinn."

Marko Vardic þurfti að fara af velli meiddur rétt fyrir hálfleik en hann fékk höfuðhögg í fyrri hálfleiknum.

„Ég veit ekki stöðuna á honum núna. Hann fékk höfuðhögg og þurfti að fara af velli og er upp á sjúkrahúsi. Þannig ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner