Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 05. maí 2024 20:39
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Ég er auðvitað mjög svekktur, mér fannst lokatölurnar full stórar fyrir minn smekk miðað við gang leiksins. Mér fannst við byrja þennan leik virkilega vel og við skorum mjög gott mark, og eigum dauðafæri til þess að komast í 2-0. Eftir það þá föllum við heldur langt niður og erum full fljótir að því, og náum ekki að skapa okkur svona nægilega góð augnablik til að framar á þá úr þessari djúpu vörn sem við lágum í. Þannig að þeir þjörmuðu að okkur neðar og neðar, og mér fannst við missa svolítið taktinn við það. Svo fannst mér við byrja seinni hálfleikinn af fínum krafti aftur, en svona heilt yfir þá var þetta ekki okkar dagur og við vorum full fljótir að tapa boltanum þegar að við unnum hann þá héldum við ekki nægilega vel í hann, og náum ekki að gera nægilega vel við þær stöður sem við ætluðum okkur að gera. Við náðum ekki að færa boltan eins og við ætluðum okkur að gera. Þannig að við þurfum að gera betur í næsta leik það er klárt."

Skagamenn voru þéttir til baka og það tók heimamenn langan tíma að brjóta varnarmúr þeirra. Jón segir hinsvegar að það hafi ekkert endilega verið uppleggið að verjast svona djúpt.

„Við ætluðum að koma hátt á þá og skapa okkur augnablik til að koma hátt á þá. Eftir markið og kannski svona þennan fyrsta kafla í leiknum, þá fannst mér við verða full passívir. Það er allavega svona mín tilfinning að við höfum misst svolítið taktinn við það. Við svo náum ekki að ná okkur nægilega á strik eftir það. Eins og ég segi þá komum við að ágætis krafti í seinni hálfleikinn aftur, og fáum svo á okkur annað og þriðja markið sitthvoru megin við skiptinguna sem við gerum. Svo bara náum við ekki að nýta þau færi sem við fáum í leiknum. Arnór með aukaspyrnu á frábærum stað sem bara rétt sleikir stöngina, áður en að þeir skora þriðja markið. Svo er það bæði Viktor og Ingi sem fá fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn. En fjórða markið auðvitað drepur okkur, eða drepur alla vonarneista um að koma til baka, og koma okkur aftur inn í leikinn. Ég á nú eftir að sjá það aftur en mér fannst Örvar brotlegur í því marki, þegar hann skallar hann aftur inn í teig þá rífur hann Ármann niður. Það var eins og þetta horfði við okkur, ég var mjög ósáttur við það. Mér fannst dómarinn vel staðsettur og fjórði dómarinn auðvitað með sama sjónarhorn og við á það. En á endanum þá drepur það allar vonir um að koma okkur aftur inn í leikinn."

Marko Vardic þurfti að fara af velli meiddur rétt fyrir hálfleik en hann fékk höfuðhögg í fyrri hálfleiknum.

„Ég veit ekki stöðuna á honum núna. Hann fékk höfuðhögg og þurfti að fara af velli og er upp á sjúkrahúsi. Þannig ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner