fös 27. september 2019 21:55
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í 2. deild 2019
Kenan Turudija - Leikmaður ársins í 2. deild 2019.
Kenan Turudija - Leikmaður ársins í 2. deild 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Skúlason (til hægri) - Þjálfari ársins í 2. deild 2019.
Brynjar Skúlason (til hægri) - Þjálfari ársins í 2. deild 2019.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Þórður Gunnar Hafþórsson - Efnilegastur í 2. deild 2019.
Þórður Gunnar Hafþórsson - Efnilegastur í 2. deild 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arkadiusz Jan Grzelak er einn fimm leikmanna Leiknis í liði ársins.
Arkadiusz Jan Grzelak er einn fimm leikmanna Leiknis í liði ársins.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Elmar Atli Garðarsson varnarmaður Vestra.
Elmar Atli Garðarsson varnarmaður Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað á sérstöku lokahófi Fótbolta.net á Hótel Borg í Reykjavík. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2019
Bergsteinn Magnússon (Leiknir F.)

Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir F.)
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Deivin Morgan (Leiknir F.)
Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)

Zoran Plazonic (Vestri)
Kenan Turudija (Selfoss)
Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri)

Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Izaro Abella Sanchez (Leiknir F.)Varamannabekkur:
Robert Blakala (Vestri)
Kelvin Sarkorh (Dalvík/Reynir)
Hákon Ingi Einarsson (Vestri)
Blazo Lalevic (Leiknir F.)
Sveinn Margeir Hauksson (Dalvík/Reynir)
Andri Júlíusson (Kári)
Gonzalo Bernaldo González (Fjarðabyggð)

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Cristian Martinez (Víðir), Alberto Aragoneses (Dalvík/Reynir), Ivaylo Yanachkov (Þróttur V.), Milos Peric (Fjarðabyggð)
Varnarmenn: Daniel Badu (Vestri), Stefan Spasic (Víðir), Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.), Hammed Lawal (Vestri), Milos Ivankovic (Vestri), Andy Pew (Þróttur V.), Tanner Sica (Tindastóll), Guðmundur Marteinn Hannesson (Þróttur V.), Ási Þórhallsson (Víðir), Jökull Hermannsson (Selfoss), Ásgeir Páll Magnússon (Leiknir F.), Axel Kári Vignisson (ÍR), Milos Vasiljevic (Fjarðabyggð),
Miðjumenn: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.), Mehdi Hadrauoui (Víðir), Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Enok Eiðsson (Þróttur V.), Björgvin Stefán Pétursson (ÍR), Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll), Josh Signey (Vestri), Povilas Krasnovskis (Leiknir F.), Jason Van Achteren (Selfoss).
Sóknarmenn: Isaac Freitas da Silva (Vestri), Pétur Bjarnason (Vestri), Ari Steinn Guðmundsson (Víðir), Pepelu Vidal (Fjarðabyggð), Helgi Þór Jónsson (Víðir), Akil da Freitas (Völsungur)



Þjálfari ársins: Brynjar Skúlason - Leiknir F.
Brynjar náði mögnuðum árangri með Leikni Fáskrúðsfjörð í sumar á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Leikni var spáð 11. sæti og falli fyrir mót en Brynjar stýðri liðinu til sigurs í deildinni. Brynjar var einnig þjálfari ársins í 2. deildinni 2015 en þá stýrði hann Huginn til sigurs í deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Guðjón Árni Antoníusson (Víðir), Bjarni Jóhannsson (Vestri).

Leikmaður ársins:Kenan Turudija - Selfoss
Miðjumaðurinn Kenan Turudija átti frábært sumar með Selfyssingum. Eftir að liðið féll úr Inkasso-deildinni í fyrra ákvað Kenan að taka slaginn áfram með Selfyssingum. Kenan skoraði tólf mörk af miðjunni og var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Kenan dró vagninn í markaskorun hjá Selfyssingum ásamt Hrvoje Tokic og átti marga magnaða leiki í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Hrvoje Tokic (Selfoss), Izaro Abella Sanchez (Leiknir F.), Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.), Zoran Plazonic (Vestri), Sveinn Margeir Hauksson (Dalvík/Reynir).

Efnilegastur: Þórður Gunnar Hafþórsson - Vestri
Hinn 18 ára gamli Þórður hefur unnið sig inn í stærra og stærra hlutverk hjá Vestra undanfarin ár síðan hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 15 ára gamall. Í sumar spilaði Þórður alla 22 leiki Vestra og skoraði í þeim fimm mörk. Efnilegur kantmaður sem gæti átt eftir að ná mjög langt í framtíðinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss), Sveinn Margeir Hauksson (Dalvík/Reynir), Stefán Þór Ágústsson (Selfoss), Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)


Molar:

- Hrvoje Tokic, framherji Selfyssinga, var í öðru sæti í vali á leikmanni ársins.

- Kenan Turudija, miðjumaður Selfyssinga, fékk fullt hús í vali í lið ársins.

- Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis, fékk 18 af 22 atkvæðum mögulegum í vali á þjálfara ársins.

- Einungis þrjú efstu lið deildarinnar eiga fulltrúa í liði ársins að þessu sinni.

- Öll lið deildarinnar áttu að minnsta kosti einn leikmann sem fékk atkvæði í lið ársins, fyrir utan KFG sem féll niður í 3. deild.

- 11 leikmenn Vestra fengu atkvæði til þess að vera í liði ársins og tíu frá Leikni F. en þessi lið fóru upp í Inkasso-deildina.

- Meirihluti leikmanna í liði ársins kemur erlendis frá. 50 leikmenn fengu atkvæði í vali á liði ársins en þar af voru 28 erlendir leikmenn.

- Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, er í liði ársins í 2. deild annað árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner