þri 01. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Markvörður Leeds sakaður um kynþáttafordóma
Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á meintum kynþáttafordómum í leik Charlton og Leeds í ensku Championship deildinni um síðustu helgi.

Kiko Casilla, markvörður Leeds, er sakaður um kynþáttafordóma í garð Jonathan Leko kantmanns Charlton.

John Brooks, dómari leiksins, skrifaði um atvikið í skýrslu sinni eftir leikinn.

Enska knattspyrnusambandið er nú með málið til rannsóknar.

Hinn tvítugi Leko er á láni hjá Charlton frá WBA. Casilla er 32 ára gamall en hann kom til Leeds frá Real Madrid í janúar.
Athugasemdir