Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. október 2019 12:45
Elvar Geir Magnússon
Segja að Man Utd hafi rætt við Allegri
Næsti stjóri Manchester United?
Næsti stjóri Manchester United?
Mynd: Getty Images
Tuttosport á Ítalíu heldur því fram að Massimiliano Allegri sé að færast nær því að taka við Manchester United.

Blaðið fullyrðir að félagið hafi rætt við Allegri en byrjun United á tímabilinu hefur verið hrikalega vond, sú versta í 30 ár.

United er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og rætt er um framtíð Ole Gunnar Solskjær.

Allegri vann fimm Ítalíumeistaratitla hjá Juventus áður en hann lét af störfum eftir síðasta tímabil.

Tuttosport telur að Allegri geti verið ráðinn stjóri United á næstu tveimur vikum.

Síðan Sir Alex Ferguson hætti hefur Manchester United átt misjöfnu gengi að fagna undir stjórn David Moyes, Louis van Gaal, Jose Mourinho og nú Solskjær þrátt fyrir að hafa eytt miklu á leikmannamarkaðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner