Klukkan tifar og styttist í gluggalok en hér má sjá helstu mola dagsins í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Tottenham og Liverpool eru að ræða um 5 milljóna punda kaup og sölu á skoska vinstri bakverðinum Andy Robertson (31. (Daily Mail)
Liverpool hefur þá endurvakið áhuga sinn á Antonee Robinson (28), vinstri bakverði Fulham. (Teamtalk)
Bournemouth er nálægt því að ganga frá lánssamningi við gríska markvörðinn Christos Mandas (24) sem er á mála hjá Lazio, en Bournemouth greiðir um 2,6 milljónir punda fyrir lánið. (Fabrizio Romano)
Arsenal þarf að reiða fram 80 milljónir punda til þess að kaupa argentínska framherjann Julian Alvarez (25) frá Atlético í sumar. (Football Insider)
Sunderland hefur sett sig í samband við Borussia Mönchengladbach vegna svissneska markvarðarins Jonas Omlin (32). (Florian Plettenberg)
Úkraínski varnarmaðurinn Oleksandr Zinchenko (29) er enn í viðræðum við Arsenal varðandi samning sinn hjá félaginu en það kemur til greina að rifta honum svo hann geti gert varanleg skipti til Ajax. (Sky Sports)
Crystal Palace er að skoða það að fá varnarmann sem getur leyst fyrrum fyrirliðann Marc Guehi (25), út þetta tímabil, en Guehi fór til Man City í síðustu viku. (GivemeSport)
Lazio hefur mikinn áhuga á því að fá Tim Iroegbunaum (22), miðjumann Everton í þessum glugga. (Gianluca Di Marzio)
Chelsea og Aston Villa fylgjast náið með Ibrahim Mbaye (18), leikmanni Paris Saint-Germain og senegalska landsliðsins. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir

