Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leitar Breiðablik til Faqa?
Var byrjunarliðsmaður hjá FH síðasta sumar. Hann lék fyrst á Íslandi sumarið 2023, þá á láni með HK.
Var byrjunarliðsmaður hjá FH síðasta sumar. Hann lék fyrst á Íslandi sumarið 2023, þá á láni með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ahmad Faqa er nafn sem hefur verið slúðrað um í tengslum við Breiðablik. Faqa er 23 ára miðvörður sem lék á láni með FH í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Hann er samningsbundinn sænska félaginu út þetta ár.

FH var með kaupákvæði í lánssamningi Faqa en nýtti það ekki. KR var einnig sterklega orðað við Faqa síðasta sumar.

Breiðablik er í miðvarðarleit fyrir komandi tímabil og hefur félagið verið orðað við Ara Leifsson sem á innan við hálft ár eftir af samningi sínum við Kolding. Síðasta vetur reyndi félagið að fá þá Ívar Örn Árnason og Þorra Stefán Þorbjörnsson, en án árangurs.

Blikar ákváðu að endursemja ekki við reynsluboltann Damir Muminovic í haust. Viktor Örn Margeirsson og Ásgeir Helgi Orrason eru miðverðirnir í hópi Breiðabliks en Ásgeir er að ná sér af meiðslum og óvíst hvenær hann verður kominn á fullt.

„Þetta er erfitt að svara hvað gerist næst. Ég á eitt ár eftir af samningi. Við sjáum hvað gerist á nætu vikum. Ákvarðanirnar sem verða teknar eru ekki í mínum höndum og ég reyni að hugsa ekki of mikið um það. Ef ég fæ tækifæri til að spila með AIK þá tek ég því alla daga vikunnar. Ef ég finn ekki fyrir traustinu þá kannski þarf ég að horfa annað og taka ný skref. Við erum með mjög góða miðverði og samkeppnin er mikil, en þannig á það að vera í fótbolta," sagði Faqa við Fotbollskanalen fyrir rúmri viku síðan.

Eyjólfur Héðinsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki, ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Liðið er mjög gott, en við ætlum að bæta við, það er á hreinu og erum á fullu að vinna í því. Það er lítið um félagaskipti á milli liða innanlands, leikmenn eru mjög dýrir, liðin eru farin að verðleggja leikmenn sína mjög hátt og oft á tíðum svolítið óraunhæft - en allt í góðu með það. Þá horfa flest liðin til Skandinavíu og leikmenn þar eru kannski ekki með það sem plan A eða plan B að koma til Íslands að spila. Nú fer kannski röðin að koma að okkur, við þurfum að vera klárir þegar menn verða tilbúnir að hoppa á Ísland sem möguleika. Þetta er allt í vinnslu. Við erum að leita að miðverði og svo sjáum við hvort við þurfum eitthvað framar á vellinum - það fer líka eftir því hvort einhver detti út," sagði Eyjólfur í Útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner