Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 09:45
Elvar Geir Magnússon
Kæmi ekki á óvart ef Carrick tæki við Tottenham
Paul Scholes að störfum.
Paul Scholes að störfum.
Mynd: EPA
Paul Scholes telur að fyrri reynsla með Ole Gunnar Solskjær geri það að verkum að Manchester United sé ólíklegra til að ráða Michael Carrick til frambúðar þrátt fyrir góða byrjun hans sem bráðabirgðastjóri.

Carrick er ráðinn út tímabilið en algjör óvissa er um hver verði ráðinn til frambúðar í sumar.

„Gengi United hefur verið það slæmt að það gat eiginlega ekki orðið verra, pressan er því ekki mikil á bráðabirgðastjóranum. Um leið og þú ert ráðinn til frambúðar verður þú að vinna leiki samstundis," segir Scholes.

„Stjórnendur United eru hikandi eftir veru Ole. Ef Carrick heldur áfram að gera vel gæti hann fengið annað gott starf. Hann gæti til dæmis tekið við Tottenham, það kæmi ekki á óvart."

Carrick lék með Tottenham 2004-2006 en mikið er rætt og ritað um stöðu Thomas Frank, núverandi stjóra Tottenham, vegna dapurs árangurs liðsins á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner