Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 13:31
Elvar Geir Magnússon
Sagði stjórann þurfa tíma og rak hann svo fjórum klukkustundum seinna
Aiyawatt 'Top' Srivaddhanaprabha, eigandi og stjórnarformaður Leicester.
Aiyawatt 'Top' Srivaddhanaprabha, eigandi og stjórnarformaður Leicester.
Mynd: EPA
Martí Cifuentes.
Martí Cifuentes.
Mynd: EPA
Aiyawatt 'Top' Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, veitti BBC viðtal í gærmorgun þar sem hann sagði að stjóri liðsins, Martí Cifuentes, þyrfti að fá tíma til að vinna með liðið.

Fjórum klukkustundum síðar var hann búinn að reka Spánverjann.

Srivaddhanaprabha, sem er frá Taílandi, var á vellinum í fyrsta sinn í einhverja mánuði þegar Leicester tapaði 1-2 á heimavelli gegn Oxford um helgina.

Hann er ekki vanur því að veita viðtöl en gerði það í gær.

„Hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel, úrslitin eru ekki góð og enginn bjóst við því að liðið yrði í þessari stöðu. Liðið þarf að fá stuðning, það er ljóst," sagði Srivaddhanaprabha sem var spurður út í stöðu Cifuentes.

„Hann getur gert góða hluti en þarf tíma til þess. Við stöndum saman sem félag, við erum að fara að ræða við hann og finnum vonandi lausnir," var svarið.

Nokkrum tímum seinna var Cifuentes kallaður til fundar og hann rekinn.

Leicester er í 14. sæti Championship deildarinnar og vann aðeins 10 deildarleiki af 29 undir stjórn Cifuentes. Leicester á þó enn góða möguleika á að berjast um sæti í efstu deild þar sem liðið er aðeins sex stigum frá umspilssæti, en þó níu stigum frá fallsæti í afar jafnri deild.

Andy King tekur við stjórn á Leicester í næstu leikjum þar til nýr stjóri finnst.

Cifuentes var áður þjálfari QPR eftir að hafa gert góða hluti í Skandinavíu. Hann þjálfaði Hammarby í Svíþjóð, AaB í Danmörku og Sandefjord í Noregi.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner