Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Meistararnir fengu skell gegn Juventus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Juventus 3 - 0 Napoli
1-0 Jonathan David ('22 )
2-0 Kenan Yildiz ('77 )
3-0 Filip Kostic ('86 )

Juventus tók á móti Ítalíumeisturum Napoli í stórleik í Serie A í dag og náðu heimamenn forystunni á 22. mínútu þegar Jonathan David kláraði með marki eftir þunga sókn heimamanna.

Leikurinn bauð ekki upp á mörg færi en heimamenn nýttu sín tækifæri þegar þau buðust. Kenan Yildiz tvöfaldaði forystuna á 77. mínútu eftir slæm mistök hjá Juan Jesus í varnarlínunni. Jesus gaf boltann frá sér og kláraði Yildiz með marki.

Lærlingar Antonio Conte reyndu að bregðast við en Filip Kostic rak síðasta naglann í líkkistuna með marki á 86. mínútu. Juve vann boltann hátt uppi á vellinum og skoraði Kostic með góðu skoti skammt utan vítateigs.

Lokatölur urðu því 3-0 og er Juventus áfram í fimmta sæti, með 42 stig eftir 22 umferðir. Lærlingar Luciano Spalletti eru aðeins einu stigi á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti. Þeir eru þó tíu stigum á eftir toppliði Inter.

AS Roma tekur á móti AC Milan í lokaleik dagsins í Serie A. Það ríkir gífurlega mikil eftirvænting fyrir þann toppbaráttuslag.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
4 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
5 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
11 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner