Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Cifuentes rekinn frá Leicester (Staðfest)
Mynd: EPA
Leicester City er búið að reka Martí Cifuentes úr þjálfarastarfinu eftir innan við sjö mánuði frá ráðningu.

Cifuentes skrifaði undir þriggja ára samning í júlí en hefur núna verið rekinn eftir arfaslakt gengi á tímabilinu. Leicester er í 14. sæti Championship deildarinnar eftir fall úr úrvalsdeildinni í fyrra, en markmið tímabilsins var að fara beint aftur upp í deild þeirra bestu.

Cifuentes er rekinn eftir 2-1 tap gegn Oxford en Leicester vann aðeins 10 deildarleiki af 29 undir hans stjórn.

Leicester á þó enn góða möguleika á að berjast um sæti í efstu deild þar sem liðið er aðeins sex stigum frá umspilssæti, en þó níu stigum frá fallsæti í afar jafnri deild.

Andy King tekur við stjórn á Leicester í næstu leikjum þar til nýr þjálfari finnst.

Cifuentes var áður þjálfari QPR eftir að hafa gert góða hluti í Skandinavíu. Hann þjálfaði Hammarby í Svíþjóð, AaB í Danmörku og Sandefjord í Noregi.

   25.01.2026 14:44
Gæti fengið sparkið frá Leicester

Athugasemdir
banner
banner