Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Lille steinlá án Hákonar - Endrick setti þrennu
Mynd: EPA
Mynd: KSÍ
Mynd: Lyon
Það fóru fimm leikir fram í efstu deild franska boltans í dag þar sem Lille tók á móti Strasbourg í stórleik og lokaleik dagsins.

Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður hjá Lille en var ekki með í dag vegna leikbanns sem hann fékk fyrir uppsöfnuð gul spjöld.

Samherjar hans réðu ekki við Strasbourg og lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik eftir mörk frá Joaquín Panichelli og Julio Enciso. Panichelli skoraði og lagði svo upp fyrir Enciso um það bil mínútu síðar.

Í síðari hálfleik bætti Martial Godo tveimur mörkum við til að innsigla sigur Strasbourg áður en Lille klóraði í bakkann í uppbótartíma. Lokatölur 1-4.

Þetta er fjórði tapleikur Lille í röð í öllum keppnum og sá þriðji í deildinni. Liðið er í fimmta sæti, með 32 stig eftir 19 umferðir - fjórum stigum frá meistaradeildarsæti.

Strasbourg er í sjöunda sæti, tveimur stigum á eftir Lille.

Lyon skoraði þá fimm mörk í stórsigri gegn botnliði Metz á meðan Nice fór létt með Nantes í fallbaráttunni.

Endrick, lánsmaður frá Real Madrid, hefur byrjað af miklum krafti í frönsku deildinni og skoraði hann þrennu í stórsigri Lyon. Hann er kominn með fjögur mörk og eina stoðsendingu í þremur leikjum með liðinu.

Tyler Morton, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði og lagði upp í sigri Lyon á meðan miðvörðurinn Ruben Kluivert, yngri bróðir Justin Kluivert og sonur Patrick Kluivert, komst einnig á blað.

Mohamed-Ali Cho var aðalmaðurinn í sigri Nice þar sem hann skoraði tvennu í Nantes.

Toulouse lagði Brest að velli og Paris FC gerði jafntefli við Angers.

Lille 1 - 4 Strasbourg
0-1 Joaquin Panichelli ('25)
0-2 Julio Enciso ('26)
0-3 Martial Godo ('58)
0-4 Martial Godo ('72)
1-4 Matias Fernandez-Pardo ('93)

Metz 2 - 5 Lyon
0-1 Endrick ('11)
0-2 Ruben Kluivert ('16)
0-3 Tyler Morton ('32)
1-3 Koffi Kouao ('34)
1-4 Endrick ('45+1)
2-4 Habib Diallo ('64)
2-5 Endrick ('87, víti)

Nantes 1 - 4 Nice
0-1 Mohamed-Ali Cho ('16)
0-2 Mohamed-Ali Cho ('29)
0-3 Sofiane Diop ('40)
1-3 Mostafa Mohamed ('45+2)
1-4 Tom Louchet ('93)

Brest 0 - 2 Toulouse
0-1 Pape Demba ('27)
0-2 Yann Gboho ('43)

Paris FC 0 - 0 Angers
Athugasemdir
banner