Sandra María Jessen hefur átt frábært tímabil hjá Köln en Soccerdonna, sem fjallar alfarið um kvennaboltann, segir að félög í ensku deildinni séu með augastað á henni.
Sandra María er 31 árs gömul en Þór/KA seldi hana til Köln síðasta sumar. Hún hefur skorað níu mörk í 15 leikjum á tímabilinu. Hún er markahæsti erlendi leikmaður deildarinnar en aðeins Alexandra Popp, leikmaður Wolfsburg, og Selina Cerci, leikmaður Hoffenheim, hafa skorað fleiri mörk eða tíu talsins.
Köln er í 6. sæti þýsku deildarinnar með 24 stig eftir 15 umferðir og er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Sandra María er uppalin á Akureyri og hefur aðeins spilað með Þór/KA hér á landi. Hún hefur spilað með Leverkusen og Slavia Prag í atvinnumennsku. Hún hefur spilað 31 landsleik og skorað sex mörk.
According to our information, Iceland ???????? international Sandra Jessen has strong interest from clubs within the WSL. pic.twitter.com/Kr73ylfh0Q
— Soccerdonna (@soccerdonna) January 25, 2026
Athugasemdir




