Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María til Englands?
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sandra María Jessen hefur átt frábært tímabil hjá Köln en Soccerdonna, sem fjallar alfarið um kvennaboltann, segir að félög í ensku deildinni séu með augastað á henni.

Sandra María er 31 árs gömul en Þór/KA seldi hana til Köln síðasta sumar. Hún hefur skorað níu mörk í 15 leikjum á tímabilinu. Hún er markahæsti erlendi leikmaður deildarinnar en aðeins Alexandra Popp, leikmaður Wolfsburg, og Selina Cerci, leikmaður Hoffenheim, hafa skorað fleiri mörk eða tíu talsins.

Köln er í 6. sæti þýsku deildarinnar með 24 stig eftir 15 umferðir og er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Sandra María er uppalin á Akureyri og hefur aðeins spilað með Þór/KA hér á landi. Hún hefur spilað með Leverkusen og Slavia Prag í atvinnumennsku. Hún hefur spilað 31 landsleik og skorað sex mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner