Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 13:09
Elvar Geir Magnússon
Fulham að ná samkomulagi við City um Bobb
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins er Fulham nálægt samkomulagi við Manchester City um kaup á Oscar Bobb.

Bobb hefur færst aftar í goggunarröðina hjá City eftir að Antoine Semenyo var keyptur.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfesti um helgina að það væru viðræður í gangi. Þegar hann var spurður að því hvort Bobb vildi færa sig um set sagði Pep: „Ég held það".

Borussia Dortmund hefur einnig sýnt hinum 22 ára Bobb áhuga. Norski landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í 15 leikjum með City á tímabilinu en ekki skorað.

Hann spilaði síðasta 17. desember, gegn Brentford í Carabao deildabikarnum, en fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Fulham hefur aðeins tapað einum af síðustu sjö úrvalsdeildarleikjum og situr í sjöunda sæti eftir 2-1 sigur gegn Brighton á laugardag.

Félagið er að vinna í því að styrkja hóp sinn og hefur einnig gert 28 milljóna punda tilboð í framherjann Ricardo Pepi hjá PSV Eindhoven.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner