Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   sun 25. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Ísak kíkir til Freiburg
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag þar sem Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í liði Köln heimsækja Freiburg í áhugaverðum slag.

Bæði lið eru um miðja deild, Freiburg er fjórum stigum fyrir ofan Köln sem hefur aðeins unnið einn af síðustu níu deildarleikjum sínum.

Köln er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið þökk sé sigri gegn Mainz í fallbaráttuslag um síðustu helgi.

Borussia Mönchengladbach tekur á móti Stuttgart í hinum leik dagsins. Gladbach situr við hlið Köln um miðja deild á meðan Stuttgart er í harðri baráttu um meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins
14:30 Gladbach - Stuttgart
16:30 Freiburg - Köln
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 18 11 3 4 38 22 +16 36
4 RB Leipzig 18 11 2 5 36 24 +12 35
5 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Eintracht Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 19 5 4 10 28 41 -13 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 18 4 6 8 21 35 -14 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner
banner