Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sverrir hélt byrjunarliðssætinu - Logi gerði sjálfsmark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Gleðjum Saman
Sverrir Ingi Ingason hélt sæti sínu í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atromitos í gríska boltanum í dag.

Sverrir Ingi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu en virðist vera búinn að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliðinu með góðri frammistöðu.

Panathinaikos átti slakan leik og voru Sverrir og félagar heppnir að tapa ekki. Liðið er í fimmta sæti grísku deildarinnar með 26 stig eftir 17 umferðir - heilum 18 stigum frá toppnum.

Í Króatíu kom Logi Hrafn Róbertsson inn af bekknum er Istra 1961 vann frækinn útisigur gegn Hajduk Split.

Loga var skipt inn á 75. mínútu og skoraði hann sjálfsmark skömmu síðar, en lokatölur urðu 1-2. Istra er í þriðja sæti eftir sigurinn, átta stigum á eftir titilbaráttuliði Hajduk Split sem situr í öðru sæti.

Danijel Dejan Djuric var ónotaður varamaður í liði Istra.

Að lokum mættust Íslendingaliðin FC Utrecht og Sparta Rotterdam í efstu deild í Hollandi en Íslendingarnir sátu allan tímann á bekkjunum.

Kolbeinn Birgir Finnsson horfði á samherja sína í liði Utrecht tapa á heimavelli gegn gestunum frá Rotterdam á meðan Nökkvi Þeyr Þórisson sat á bekknum hjá Sparta.

Þetta er fjórði sigur Sparta í röð og er liðið í harðri baráttu um Evrópusæti. Til samanburðar er þetta þriðja tapið í röð hjá Utrecht, sem er níu stigum á eftir Sparta.

Atromitos 0 - 0 Panathinaikos

Hajduk Split 1 - 2 Istra 1961

Utrecht 0 - 1 Sparta Rotterdam

Athugasemdir