Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir viðræður um Tsimikas
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð vinstri bakvarðarins Andy Robertson er óljós þar sem hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur Tottenham sýnt honum mikinn áhuga.

Spurs vill kaupa Robertson fyrir 5 milljónir punda eftir að Ben Davies varð fyrir meiðslum. Liverpool virðist ekki vilja selja Robertson nema að arftaki finnist í staðinn sem getur veitt Milos Kerkez samkeppni í bakvarðarstöðunni.

Sá arftaki gæti verið Kostas Tsimikas sem leikur hjá Roma á láni, en hann kom ekki við sögu í 1-1 jafntefli gegn AC Milan í kvöld. Liverpool er í viðræðum við Roma um að fá hann sendan til baka úr láninu þar sem hann er ekki að fá mikinn spiltíma á Ítalíu.

Tsimikas er með eitt og hálft ár eftir af samningi hjá Liverpool.

„Það er satt, við erum í viðræðum við Liverpool um að enda lánssamninginn fyrr," staðfesti Ricky Massara, stjórnandi hjá Roma, fyrir leik Roma gegn Milan.

Enskir fjölmiðlar eru ósammála um framtíð Robertson þar sem einhverjir telja að Liverpool muni leyfa leikmanninum að skipta um félag til að verðlauna hans dyggu þjónustu síðastliðin níu ár, en aðrir telja að Liverpool muni hafna tilboðinu.

Arne Slot, þjálfari Liverpool, sagðist þurfa á bakverðinum að halda í viðtali eftir tap gegn Bournemouth í gær.

   25.01.2026 10:00
Slot vill ekki missa Robertson

Athugasemdir
banner
banner