Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 11:10
Kári Snorrason
Skagamenn kampakátir eftir sigur í pílumótinu - „Dreymir þig töluna tuttugu?“
Viktor og Jón Gísli fagna sigrinum.
Viktor og Jón Gísli fagna sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Skagamenn fjölmenntu á Bullseye.
Skagamenn fjölmenntu á Bullseye.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍA fagnaði sigri á pílumóti Fótbolta.net sem fram fór á Bullseye á laugardaginn. Alls tóku 27 lið þátt í mótinu.

Skagamenn tefldu fram sterkum pílurum í þeim Viktori Jónssyni og Jóni Gísla Eyland, en Þórsarar mættu með Sigurð Heiðar Höskuldsson og Inga Þór Hafdísarson í úrslitaleiknum. Þar höfðu Skagamenn betur með öruggum 3 0 sigri.

Í verðlaun hlaut ÍA Bose hátalara í klefann, auk þess sem Viktor og Jón Gísli tryggðu sér ferð á leik í enska boltanum í boði Njóttu ferða.

Alexander Tonini tók viðtal við sigurvegarana, fyrir hönd Fótbolta.net, að úrslitaviðureigninni lokinni.

Viktor Jónsson sýndi góða frammistöðu í úrslitaviðureigninni en hann var spurður hvort að hann dreymi töluna tuttugu á nóttunni.

„Nei, það er nú eina sem ég æfi mig í. En við getum ekki horft framhjá því sem Jón Gísli gerði alla keppnina, hann dró okkur alla leið í úrslit. Loksins datt ég í gang í úrslitaleiknum.“

„Við vorum í góðu jafnvægi og við vissum fyrir keppni að vinum vinna vel á móti hverum öðrum í mótinu,“ sagði Jón Gísli jafnframt.

Viktor segist vera spenntur fyrir komandi tímabili í Bestu deildinni.
„Við erum búnir að fá inn frábæra fótboltamenn og góða einstaklinga. Við erum spenntir og þetta lítur mjög vel út.“

Jón Gísli telur liðið staðráðið í að byrja betur en í fyrra: „Við erum með mjög gott lið og ég sé ekki fram á annað en við byrjum betur en í fyrra.“

Athugasemdir
banner