Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 13:38
Brynjar Ingi Erluson
PSG fær efnilegan leikmann frá Barcelona - „Here we go!“
Dro Fernández (t.v.) er á leið til PSG
Dro Fernández (t.v.) er á leið til PSG
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain hafa náð samkomulagi við Barcelona um kaup á hinum efnilega Dro Fernández en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Dro er 18 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og getur einnig leyst stöðu vængmanns.

Hann kom inn í akademíu Barcelona árið 2022 eftir að hafa hafnað bæði Real Betis og Real Madrid.

Táningurinn æfði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og skoraði í fyrsta leik sínum er hann kom inn á í 3-1 sigri á Vissel Kobe í æfingaleik í Japan.

Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í fimm leikjum með aðalliðinu, en nú er Barcelona að missa þennan efnilega leikmann til PSG.

Samkvæmt Romano er samkomulag í höfn. Dro er með sex milljóna evra riftunarákvæði í samningnum en PSG mun greiða aðeins hærri upphæð til þess að halda áfram góðu sambandi á milli félaganna.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner