Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk innblástur frá TikTok - „Þurfti að gera þetta"
Thierno Barry í baráttunni við Wesley Fofana varnarmann Chelsea
Thierno Barry í baráttunni við Wesley Fofana varnarmann Chelsea
Mynd: EPA
Thierno Barry hefur verið iðinn við kolann hjá Everton að undanförnu en hann bjargaði stigi fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leeds í gær.

Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu fimm úrvalsdeildarleikjum en hann hefur skorað fimm mörk í 23 deildarleikjum á tímabilinu.

Hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Idrissa Gana Gueye og tók dansspor í kjölfarið.

„Ég sá Gana í góðri fyrirgjafastöðu og ég kláraði færið. Ég horfði á TikTok fyrir leikinn og sá dansinn og sagði að ég þyrfti að gera þetta. Ég er ánægður að hafa skorað aftur," sagði Barry.

„Ég spilaði á Spáni á síðustu leiktíð, það er ekki sama keppnin. Ég þurfti bara að leggja hart að mér á hverjum degi til að skora viikulega. Ég er ánægður."


Athugasemdir
banner
banner
banner