Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb nrá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Flamengo nálgast samkomulag við West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Flamengo og West Ham United eru að ná samkomulagi um kaupverð fyrir brasilíska miðjumanninn Lucas Paquetá.

Flamengo borgar rúmlega 35 milljónir punda til að kaupa Paquetá með 5 auka milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur.

Gangi félagaskiptin í gegn verður Paquetá langdýrasti leikmaður í sögu brasilíska boltans, á undan Gerson sem kostaði um 24 milljónir punda.

Paquetá er mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til Brasilíu en hann er 28 ára gamall og hefur verið meðal allra bestu leikmanna West Ham á undanförnum árum.

Manchester City er meðal félaga sem hefur reynt að kaupa Paquetá en þær tilraunir báru ekki árangur.

Paquetá snýr aftur til uppeldisfélagsins þar sem hann var hjá Flamengo frá 10 ára aldri áður en hann var keyptur til AC Milan á Ítalíu og síðar til Lyon í Frakklandi.

Paquetá á eitt og hálft ár eftir af samningi við West Ham og liggur ekki á að ljúka við félagaskiptin þar sem glugginn í Brasilíu er opinn fram í mars.

Fyrsti deildarleikur Flamengo á nýju ári er gegn Sao Paulo næsta fimmtudag.

   23.01.2026 16:49
West Ham hafnar tilboði í Paqueta

Athugasemdir
banner