Berglind Björg Þorvalsdóttir greindi frá því á Instagram síðu sinni í kvöld að hún ætti von á sínu öðru barni með unnusta sínum Kristjáni Sigurðssyni.
Berglind gekk til liðs við Breiðablik fyrir síðasta tímabil frá Val og átti frábært sumar.
Hún var markadrottning Bestu deildarinnar síðasta sumar þegar hún skoraði 23 mörk í 22 leikjum fyrir Breiðablik sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og einnig bikarmeistari. Hún er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 202 mörk. Þá hefur hún spilað 70 landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.
Hún er 34 ára gömul og mun ekki spila með Íslands og bikarmeisturunum næsta sumar.
Athugasemdir



