Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skotland leikur á Everton vellinum
Hill Dickinson leikvangurinn er glæsilegur.
Hill Dickinson leikvangurinn er glæsilegur.
Mynd: EPA
Skoska landsliðið undir stjórn Steve Clarke mun mæta Fílabeisströndinni í vináttulandsleik á nýja Everton vellinum, Hill Dickinson leikvangnum, þann 31. mars.

Leikurinn verður þremur dögum eftir að Skotland leikur gegn Japan á þjóðarleikvangi sínum í Glasgow, Hampden.

Skotar eru að búa sig undir HM þar sem þeir eru í riðli með Brasilíu, Marokkó og Haítí.

Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, segist hæstánægður með að fá leik gegn Fílabeinsströndinni, sem er líka að búa sig undir HM.

„Við vildum mæta afrískum andstæðingi áður en við leikum gegn Marokkó í sumar og Fílabeinsströndin mun vera góð prófraun. Það verður líka gaman að spila á þessum glæsilega nýja leikvangi og tækifæri fyrir stuðningsmenn okkar að heimsækja hann," segir Clarke.
Athugasemdir
banner