Eyþór Martin Björgólfsson er nýlega genginn til liðs við Motherwell í Skotlandi og kom hann við sögu í þægilegum sigri í dag.
Motherwell var þremur mörkum yfir þegar Eyþóri var skipt inn af bekknum á 60. mínútum. Hann lagði upp fjórða og síðasta mark leiksins á 82. mínútu.
Motherwell vann 4-0 og er í fjórða sæti skosku deildarinnar, með 40 stig eftir 23 umferðir - aðeins fjórum stigum á eftir Celtic og Rangers sem eiga leik til góða í toppbaráttunni.
Í Hollandi var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu hjá FC Twente sem gerði markalaust jafntefli við Excelsior.
Twente er í evrópubaráttu með 30 stig eftir 20 umferðir.
Að lokum var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði AEL Larissa í mikilvægum sigri gegn botnliði Panserraikos.
Davíð Kristján er nýlega genginn til liðs við Larissa og hefur liðið unnið báða leiki sína með hann innanborðs. Liðið er með 16 stig eftir 18 umferðir eftir að hafa nælt sér í átta stig úr síðustu fjórum leikjum.
Motherwell 4 - 0 Kilmarnock
Twente 0 - 0 Excelsior
Larissa 1 - 0 Panserraikos
Athugasemdir


