Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   þri 27. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Vonaði að við gætum ekki spilað verr en í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með varamennina sem komu inn á í hálfleik í 1-1 jafntefli liðsins gegn Leeds á heimavelli í gær.

Everton var í miklu brasi í fyrri hálfleik og náði ekki skoti á markið en Leeds leiddi 1-0 í hálfleik.

„Mjög svekktur með það hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Það virkaði ekki eins vel og við vildum hvernig við settum leikinn upp. Seinni hálfleikurinn var miklu betri," sagði Moyes.

„Það leit út fyrir að markið myndi ekki koma en við náðum einu inn og vorum óheppnir að setja ekki annað. Ég vonaði að við gætum ekki spilað verr en í fyrri hálfleik. Leeds var á undan í fleiri bolta, við börðumst ekki vel og þetta var ólíkt okkur."

„Ég setti Branthwaite og Dewsbury-Hall líklega fullsnemma inn á en við þurftum að reyna að gera eitthvað og gera gæfumuninn. Þeir sem komu inn á gerðu gæfumuninn," sagði Moyes að lokum en Kieran Dewsbury-Hall var að spila sinn fyrsta leik síðan í desember og Jarrad Branthwaite sinn fyrsta á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner