Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 16:45
Kári Snorrason
Liverpool hefur aldrei oftar fengið sigurmark á sig í uppbótartíma
Duracell
Frá sigurmarki Adli.
Frá sigurmarki Adli.
Mynd: EPA
Bournemouth vann Liverpool um helgina á dramatískan hátt. Amine Adli skoraði sigurmark leiksins á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Mark Adli um helgina var þriðja sigurmarkið sem liðið fær á sig í uppbótartíma í deildinni á tímabilinu.

Aldrei áður hefur Liverpool fengið jafn mörg mörk á sig svo seint í leikjum á einu og sama tímabili.

Hin tvö mörkin komu frá brasilíska ungstirninu Estevao í 2 1 sigri Chelsea á Liverpool 4. október og frá Eddie Nketiah sem tryggði Crystal Palace 2 1 sigur gegn Liverpool viku áður.

Fyrir mark sitt um helgina fær Amine Adli Duracell viðurkenningu vikunnar frá Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner