Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúleg sigurganga Al-Hilal stöðvuð
Mynd: Al Hilal
Mynd: EPA
Lærlingar Simone Inzaghi í stjörnum prýddu liði Al-Hilal voru búnir að vinna 21 leik í röð þegar þeir heimsóttu Al-Riyadh í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag.

Al-Hilal var sterkari aðilinn og náði forystunni í fyrri hálfleik þegar Darwin Núnez lagði upp fyrir Marcos Leonardo, en þeim tókst ekki að bæta marki við.

Þess í stað tókst Ibrahim Bayesh að jafna metin í síðari hálfleik og urðu lokatölur 1-1. Al-Hilal er áfram á toppi deildarinnar, núna með fimm stiga forystu á Al-Ahli. Lærlingar Inzaghi eru búnir að vinna 14 og gera 3 jafntefli í 17 deildarleikjum á fyrri hluta tímabils.

Sergej Milinkovic-Savic, Theo Hernández, Malcom og Pablo Marí voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Hilal í dag.

Fashio Sakala skoraði þá í sigri Al-Fayha og átti Chris Smalling góðan leik í hjarta varnarinnar. Smalling og félagar eru sex stigum frá fallsvæðinu eftir þennan sigur.

Að lokum skoraði Mateo Retegui í sigri Al-Qadsiah. Retegui og félagar sitja í þriðja sæti eftir þennan sigur með 39 stig, einu stigi á eftir Al-Ahli í toppbaráttunni.

Julian Quinones skoraði einnig í sigrinum og er hann markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Cristiano Ronaldo. Þeir eiga báðir 16 mörk og eina stoðsendingu á tímabilinu.

Nacho Fernández, Nahitan Nández og Julian Weigl voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Qadsiah.

Al-Riyadh 1 - 1 Al-Hilal
0-1 Marcos Leonardo ('26)
1-1 Ibrahim Bayesh ('58)
Rautt spjald: M. Tambakti, Al-Riyadh ('92)

Al-Fayha 2 - 0 Al-Fateh
1-0 S. Dahal ('79)
2-0 Fashion Sakala ('88)

Al-Najma 1 - 3 Al-Qadsiah
0-1 D. Flores ('7, sjálfsmark)
1-1 R. Al-Tulayhi ('57)
1-2 Julian Quinones ('62)
1-3 Mateo Retegui ('73)
Athugasemdir
banner