Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Nwaneri skoraði í toppbaráttuslag
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í franska boltanum í dag þar sem Ethan Nwaneri lék sinn fyrsta leik fyrir Marseille.

Nwaneri er hjá félaginu á lánssamningi frá Arsenal og byrjaði hann feykilega vel í franska boltanum. Hann skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak á 13. mínútu í 3-1 sigri gegn Lens í toppbaráttuslag.

Nwaneri spilaði fyrsta klukkutímann áður en honum var skipt af velli fyrir Mason Greenwood sem byrjaði á bekknum.

Amine Gouiri skoraði tvennu í leiknum og áttu Timothy Weah og Igor Paixao sitthvora stoðsendinguna.

Marseille er í þriðja sæti eftir þennan sigur, fimm stigum á eftir Lens sem situr í öðru sæti. Þetta þýðir að Frakklands- og Evrópumeistarar PSG eru með tveggja stiga forystu á toppi Ligue 1.

Í öðrum leikjum dagsins vann Lorient óvænt á útivelli gegn Rennes og gerði Le Havre jafntefli við Mónakó sem er að eiga mikið vonbrigðatímabil.

Marseille 3 - 1 Lens
1-0 Amine Gouiri ('3)
2-0 Ethan Nwaneri ('13)
3-0 Amaine Gouiri ('75)
3-1 Rayan Fofana ('85)

Lorient 0 - 2 Rennes

Le Havre 0 - 0 Monaco

Athugasemdir
banner