Manchester United hefur sigrað Manchester City og Arsenal í þeim tveimur leikjum sem bráðabirgðastjórinn Michael Carrick hefur stýrt.
Rúben Amorim var rekinn þann 5. janúar en hann fékk mikla gagnrýni fyrir þá þrjósku að vera límdur við 3-4-2-1 leikkerfið. Á fjórtán mánuðum var hann aðeins með 38,1% sigurhlutfall, 24 sigra, 18 jafntefli og 21 tapleik úr 63 leikjum við stjórnvölinn.
Rúben Amorim var rekinn þann 5. janúar en hann fékk mikla gagnrýni fyrir þá þrjósku að vera límdur við 3-4-2-1 leikkerfið. Á fjórtán mánuðum var hann aðeins með 38,1% sigurhlutfall, 24 sigra, 18 jafntefli og 21 tapleik úr 63 leikjum við stjórnvölinn.
Algjört brjálæði
Alan Shearer segir í The Rest is Football hlaðvarpinu að Portúgalinn geti aðeins sjálfum sér um kennt.
„Hvað í ósköpunum ætli Rúben Amorim sé að hugsa þegar hann horfir á þessa frammistöðu hjá liðinu í síðustu tveimur leikjum? Hvað ætli hann sé að hugsa núna?" segir Shearer.
„Það er algjört brjálæði að hafa ekki reynt að aðlaga leikkerfið og breyta því. Það er hroki að hafa ekki prófað annað. Það er bara annað hvort þetta eða ekkert. Hann setti öll eggin í eina körfu og ef það myndi ekki virka þá var út um hann. Sem varð raunin."
Varðandi framtíð Carrick segir Shearer of snemmt að dæma hann. Rætt er um hvort hann eigi að fá samning til frambúðar.
„Hann er bara búinn með tvo leiki en þetta hefur verið ótrúleg byrjun. Ég held að hún komi honum sjálfum á óvart. En það þarf að spyrja mig aftur eftir tvo mánuði," segir Shearer.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 23 | 15 | 5 | 3 | 42 | 17 | +25 | 50 |
| 2 | Man City | 23 | 14 | 4 | 5 | 47 | 21 | +26 | 46 |
| 3 | Aston Villa | 23 | 14 | 4 | 5 | 35 | 25 | +10 | 46 |
| 4 | Man Utd | 23 | 10 | 8 | 5 | 41 | 34 | +7 | 38 |
| 5 | Chelsea | 23 | 10 | 7 | 6 | 39 | 25 | +14 | 37 |
| 6 | Liverpool | 23 | 10 | 6 | 7 | 35 | 32 | +3 | 36 |
| 7 | Fulham | 23 | 10 | 4 | 9 | 32 | 32 | 0 | 34 |
| 8 | Brentford | 23 | 10 | 3 | 10 | 35 | 32 | +3 | 33 |
| 9 | Newcastle | 23 | 9 | 6 | 8 | 32 | 29 | +3 | 33 |
| 10 | Everton | 23 | 9 | 6 | 8 | 25 | 26 | -1 | 33 |
| 11 | Sunderland | 23 | 8 | 9 | 6 | 24 | 26 | -2 | 33 |
| 12 | Brighton | 23 | 7 | 9 | 7 | 33 | 31 | +2 | 30 |
| 13 | Bournemouth | 23 | 7 | 9 | 7 | 38 | 43 | -5 | 30 |
| 14 | Tottenham | 23 | 7 | 7 | 9 | 33 | 31 | +2 | 28 |
| 15 | Crystal Palace | 23 | 7 | 7 | 9 | 24 | 28 | -4 | 28 |
| 16 | Leeds | 23 | 6 | 8 | 9 | 31 | 38 | -7 | 26 |
| 17 | Nott. Forest | 23 | 7 | 4 | 12 | 23 | 34 | -11 | 25 |
| 18 | West Ham | 23 | 5 | 5 | 13 | 27 | 45 | -18 | 20 |
| 19 | Burnley | 23 | 3 | 6 | 14 | 25 | 44 | -19 | 15 |
| 20 | Wolves | 23 | 1 | 5 | 17 | 15 | 43 | -28 | 8 |
Athugasemdir


