Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 16:08
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea skoraði þrjú og Wharton sá rautt - Góður sigur Aston Villa
Estevao skoraði og lagði upp
Estevao skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Adam Wharton sá rautt
Adam Wharton sá rautt
Mynd: EPA
Ollie Watkins gulltryggði Aston Villa sigur á Newcastle
Ollie Watkins gulltryggði Aston Villa sigur á Newcastle
Mynd: EPA
Heims- og Sambandsdeildarmeistarar Chelsea unnu öruggan 3-1 sigur á bikarmeisturum Crystal Palace í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Aston Villa er þá fjórum stigum frá toppnum eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Newcastle United á St. James' Park.

Brasilíumaðurinn Estevao var í byrjunarliði Chelsea í stað Cole Palmer og nýtti tækifærið vel.

Á 34. mínútu átti Jaydee Canvot, varnarmaður Palace, hræðilega sendingu til baka og beint í hlaupaleið Estevao sem keyrði upp völlinn og afgreiddi boltann snyrtilega í markið.

Samlandi Estevao, Joao Pedro, bætti við öðru snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning frá þeim fyrrnefnda og kom síðan þriðja markið úr vítaspyrnu frá Enzo Fernandez eftir að Canvot handlék boltann eftir skot Joao Pedro.

Canvot var tekinn af velli stuttu síðar enda ekki að eiga sinn besta leik.

Palace-mönnum fækkaði niður í tíu þegar þeirra mikilvægasti maður, Adam Wharton, sá tvö gul spjöld á fimm mínútum og heimamenn manni færri síðustu tuttugu mínúturnar.

Manni færri tókst þeim samt að minnka muninn eftir hornspyrnu er Chris Richards réðst á skoppandi bolta og stangaði honum í netið.

Lengra komust bikarmeistararnir ekki. Chelsea er í 4. sæti með 37 stig en Palace í 15. sæti með 28 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti.

Mikilvægur sigur Forest

Fallbaráttulið Nottingham Forest vann ótrúlega mikilvægan 2-0 sigur á Brentford í Lundúnum.

Brasilíumaðurinn Igor Jesus skoraði á 12. mínútu leiksins. Hann sýndi styrk sinn eftir háa fyrirgjöf, hélt varnarmanninum frá sér og kláraði með góðu skoti.

Taiwo Awoniyi gerði síðan annað markið tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma með skoti hægra megin úr teignum. Góður sigur Forest sem er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti en Brentford í 8. sæti með 33 stig.

Aston Villa vann á St. James' Park

Aston Villa vann frábæran 2-0 sigur á Newcastle United á St. James' Park.

Emi Buendía skoraði stórbrotið mark á 19. mínútu með skoti fyrir utan teig og efst í vinstra hornið.

Samlandi hans Emi Martínez átti síðan síðar í hálfleiknum frábæra vörslu eftir skalla frá Lewis Miley.

Ollie Watkins var hættulegur í þeim síðari. Nick Pope varði frábært langtskot hans en kom engum vörnum við er hann stangaði fyrirgjöf Lucas Digne í netið á 87. mínútu.

Glæsilegur sigur Villa sem er áfram í 3. sæti með 46 stig, fjórum stigum frá toppnum en Newcastle í 9. sæti með 33 stig, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Crystal Palace 1 - 3 Chelsea
0-1 Estevao ('34 )
0-2 Joao Pedro ('50 )
0-3 Enzo Fernandez ('64 , víti)
1-3 Chris Richards ('88 )
Rautt spjald: Adam Wharton, Crystal Palace ('72)

Newcastle 0 - 2 Aston Villa
0-1 Emiliano Buendia ('19 )
0-2 Ollie Watkins ('88 )

Brentford 0 - 2 Nott. Forest
0-1 Igor Jesus ('12 )
0-2 Taiwo Awoniyi ('79 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 6 2 41 15 +26 51
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
5 Man Utd 23 9 9 5 39 33 +6 36
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner