Ítalski gleðigjafinn Mario Balotelli er að snúa aftur á völlinn tæpum tveimur árum eftir að hafa spilað sinn síðasta leik.
Balotelli, sem er 35 ára gamall, var síðast á mála hjá Genoa á Ítalíu, en hann lék áður listir sínar með Inter, Manchester City, AC Milan, Liverpool, Marseille, Nice og Adana Demirspor ásamt fleiri ágætum félögum.
Framherjinn skrautlegi hefur ekkert spilað fótbolta eða alla vega ekki atvinnumannafótbolta í tæp tvö ár. Hann hefur sést á alls konar viðburðum með þekktum einstaklingum tildæmis í Ballers Legends á Englandi og öðrum viðburðum í Mið-Austurlöndunum.
Það var einmitt í Mið-Austurlöndunum sem hann fann sitt nýja félag, en hann skrifaði í gær undir hjá Al Ittifaq sem leikur í B-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann gerði samning til 2028 og mun fá það verkefni að koma liðinu upp í efstu deild.
Balotelli hefur komið að 252 mörkum í 501 leik á ferli sínum og vafalaust verða mörkin fleiri enda engin gríðarleg gæði í deildinni sem hann er að fara í en þó mörg einkarekin félög með moldríka eigendur.
Andrea Pirlo, samlandi Balotelli og fyrrum samherji í ítalska landsliðsinu, er einmitt að þjálfa í sömu deild en hann er þjálfari Dubai United
???????????? ???????????????????????????????? | Mario Balotelli (35) has signed for 2nd division Emirati club Al Ittifaq! ?? pic.twitter.com/fz7z6XL13q
— EuroFoot (@eurofootcom) January 12, 2026
Athugasemdir




