The Sun greinir frá því að Cole Palmer sé spenntur fyrir því að ganga til liðs við Man Utd.
Þessi 23 ára gamli leikmaður er sagður ósáttur hjá Chelsea. Hann hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjunarliðinu á tímabilinu vegna meiðsla.
Þessi 23 ára gamli leikmaður er sagður ósáttur hjá Chelsea. Hann hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjunarliðinu á tímabilinu vegna meiðsla.
Palmer er frá Wythenshawe í Suður-Manchester og var stuðningsmaður Man Utd í æsku. Hann var í akademíu Man City og spilaði 41 leik fyrir aðalliðið áður en hann gekk til liðs við Chelsea árið 2023.
Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, var yfir akademíunni hjá City þegar Palmer var á mála hjá félaginu.
Palmer er sagður sakna heimabæjarins en hann heimsækir fjölskyldu sína þar mikið.
Athugasemdir



