Vestri er að styrkja sig mikið þessa dagana í kvennaflokki og var að krækja í landsliðskonu frá Filippseyjum.
Sú heitir Jourdyn Curran og er lýst sem taktískum og fjölhæfum miðjumanni. Hún gengur til liðs við Vestra eftir að hún lýkur landsliðsverkefni með Filippseyjum í Asíubikarnum í mars.
Hún flytur á Ísafjörð eftir að hafa lokið háskólanámi við University of Seattle þar sem hún gerði flotta hluti fyrir liðið.
Þar að auki eru Freyja Rún Atladóttir og Embla Karítas Kristjánsdóttir búnar að skrifa undir sína fyrstu samninga við Vestra.
Þær spiluðu báðar sína fyrstu leiki með meistaraflokki síðasta sumar og stóðu sig mjög vel, en Freyja er fædd 2011 og Embla 2010.
Freyja var á dögunum valin sem efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðar á dögunum.
Vestri leikur í 2. deild og ætlar sér upp í Lengjudeildina.
Athugasemdir




