Sky Sports og TalkSPORT greina frá því að Nottiingham Forest sé búið að blanda sér í baráttuna um franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta, leikmann Crystal Palace.
Þessi 28 ára gamli framherji á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Palace en TalkSPORT segir að Forest hafi boðið 35 milljónir punda í hann.
Þessi 28 ára gamli framherji á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Palace en TalkSPORT segir að Forest hafi boðið 35 milljónir punda í hann.
Palace er tilbúið að leyfa honum að fara ef það kemur ásættanlegt tilboð og félagið finnur leikmann í staðin fyrir hann. Palace vill fá í kringum 40 milljónir punda fyrir hann.
Forest vill bæta sóknarlínuna enn frekar eftir að hafa fengið Lorenzo Lucca á láni frá Napoli á dögunum. Juventus og Aston Villa hafa haft áhuga á Mateta en verðmiðinn hefur hrætt félögin.
Athugasemdir



