Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 14:45
Kári Snorrason
Landslið Bestu deildarinnar - Hrafnkell Freyr Ágústsson
Lið Hrafnkels er gert með hjálp Goalunit.
Lið Hrafnkels er gert með hjálp Goalunit.
Mynd: Aðsend
Víkingur er með sex fulltrúa í liðinu.
Víkingur er með sex fulltrúa í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi á að baki 67 landsleiki.
Arnór Ingvi á að baki 67 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á næstu dögum mun Fótbolti.net birta val á landsliði Bestu deildarinnar, þar sem vel valdir álitsgjafar setja saman sín úrvalslið í tilefni þess að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson stendur fyrir sambærilegu verkefni er Ísland mætir Mexíkó í æfingaleik í Mexíkó 25. febrúar.

Leikurinn fer fram utan FIFA glugga og verður íslenski landsliðshópurinn að stærstum hluta skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni.

Til þess að hefja leika fengum við sparkspekinginn geðuga Hrafnkel Frey Ágústsson til að setja saman sitt úrvalslið íslenskra leikmanna í Bestu deildinni.



Hrafnkell tekur fram að liðið hafi verið sett saman með hjálp stefnumótunarforritsins Goalunit.

Anton Ari Einarsson stendur á milli stanganna. Í miðri vörninni eru liðsfélagarnir Hans Viktor Guðmundsson og Ívar Örn Árnason, en Hrafnkell segir valið á hafsentum erfitt. Þorri Stefán Þorbjörnsson, leikmaður Fram, var jafnframt nálægt liðinu.

Víkingarnir Karl Friðleifur Gunnarsson og Helgi Guðjónsson eru í sitthvorum bakverðinum.

Miðjan er einkar vel skipuð af þeim Höskuldi Gunnlaugssyni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Arnóri Ingva Traustasyni. Samtals eiga þeir 157 landsleiki að baki.

Þá verður flæðandi sóknarleikur allsráðandi í liðinu þar sem Valdimar Þór Ingimundarson verður úti hægra megin. Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, er úti hægra megin og yngsti leikmaður liðsins, Daði Berg Jónsson, leiðir línuna.

Flestir leikmenn liðsins koma úr röðum Íslandsmeistaraliði Víkings, sem hefur alls fimm fulltrúa. Næstu lið þar á eftir eru Breiðablik, KA og KR, sem eru með tvo fulltrúa.
Athugasemdir