Chelsea hefur verið í leit að nýjum miðverði í janúarglugganum en mistókst að landa sínum helstu skotmörkum.
Félagið hefur því ákveðið að snúa sér að sínum eigin leikmanni sem leikur á láni hjá Borussia Dortmund. Sá heitir Aarón Anselmino og hefur gert góða hluti á fyrri hluta tímabils.
Anselmino er 20 ára gamall og hefur aðeins fengið að spila 10 leiki fyrir Dortmund en er búinn að standa sig vel þegar hans er þarfnast.
Anselmino er með tvo landsleiki að baki fyrir U20 lið Argentínu og er hann samningsbundinn Chelsea til 2031. Félagið keypti hann upprunalega úr röðum Boca Juniors sumarið 2024 fyrir rúmlega 15 milljónir punda.
Chelsea ætlar að endurkalla Anselmino til baka frá Dortmund og getur hann veitt miðvörðum félagsins samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.
Benoit Badiashile, Tosin Adarabioyo, Wesley Fofana og Trevoh Chalobah eru miðverðir Chelsea en Jorrel Hato getur einnig spilað stöðuna. Levi Colwill er einnig miðvörður en frá keppni út tímabilið með slitið krossband.
Helsta skotmark Chelsea í janúarglugganum var Jérémy Jacquet miðvörður Rennes, en franska félagið vill ekki selja hann á miðju tímabili.
Athugasemdir

