Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   mán 26. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Max Leitch til Reynis (Staðfest)
Mynd: Reynir Sandgerði
Reynir Sandgerði hefur staðfest félagaskipti Max William Leitch til félagsins úr röðum Hafna.

Max er 22 ára gamall og hefur leikið fyrir Hafnir síðastliðin þrjú ár. Hann átti mjög stóran þátt í því að koma liðinu upp úr 5. deild sumarið 2024 þegar hann skoraði 24 mörk í 20 leikjum í deild og bikar.

Hann er fljótur og teknískur kantmaður en tókst aðeins að skora eitt mark í 4. deildinni í fyrra er Hafnir forðuðu sér frá falli aftur niður í neðstu deild á markatölu.

Max mun núna reyna fyrir sér í 3. deildinni, þar sem Reynismenn enduðu í 5. sæti í fyrra og er markmiðið að komast upp um deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner