Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City stingur af
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City er að stinga af í ensku ofurdeildinni eftir nauman sigur á útivelli gegn London City Lionesses í dag.

Vivianne Miedema og Kerolin tengdu saman til að skora fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en Kosovare Asllani lagði upp jöfnunarmark London City í síðari hálfleiknum.

Staðan hélst jöfn allt þar til á lokamínútunum þegar hin feykiöfluga Khadija Shaw gerði það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 1-2.

Man City er á ótrúlegri siglingu og er komið með níu stiga forystu í titilbaráttunni, þegar aðeins þrettán umferðir eru búnar af tímabilinu. Chelsea og Arsenal sem eru í öðru og þriðja sæti hafa verið að misstíga sig.

Í öðrum leikjum dagsins tapaði Leicester á heimavelli gegn West Ham United en Hlín Eiríksdóttir var ekki með vegna meiðsla.

Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Hamrana í fallbaráttunni þar sem liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan botnlið Liverpool, sem vann sinn leik í dag.

Liverpool lagði Tottenham óvænt að velli og er með 7 stig eftir 13 umferðir. West Ham er með 8 stig og Leicester með 9 stig í spennandi fallbaráttu.

Að lokum vann Manchester United auðveldlega á útivelli gegn Aston Villa. Man Utd er í fjórða sæti með 25 stig eftir 13 umferðir, einu stigi á eftir Arsenal og tveimur á eftir Chelsea.

London City 1 - 2 Man City
0-1 Kerolin ('11)
1-1 Freya Godfrey ('68)
1-2 Khadija Shaw ('86)

Aston Villa 1 - 4 Man Utd

Liverpool 2 - 0 Tottenham

Leicester 1 - 2 West Ham

Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Manchester City W 13 12 0 1 36 11 +25 36
2 Chelsea W 13 8 3 2 24 8 +16 27
3 Arsenal W 13 7 5 1 25 10 +15 26
4 Man Utd W 13 7 4 2 28 14 +14 25
5 Tottenham W 13 7 2 4 17 18 -1 23
6 Brighton W 13 5 2 6 16 15 +1 17
7 Aston Villa W 13 4 4 5 17 23 -6 16
8 London City Lionesses W 13 5 1 7 15 23 -8 16
9 Leicester City W 13 2 3 8 8 23 -15 9
10 Everton W 13 2 2 9 14 25 -11 8
11 West Ham W 13 2 2 9 11 30 -19 8
12 Liverpool W 13 1 4 8 10 21 -11 7
Athugasemdir
banner
banner
banner